Með morgunkaffinu

Teiknimyndir í­ dagblöðum mega muna sinn fí­fil fegri. Sú var tí­ðinn að DV var með heila opnu af teiknimyndasögum í­ fí­num gæðum, auk þess sem Gí­sli J. ístþórs var með skrí­pamynd aftarlega í­ blaðinu. Á dag eru teiknimyndarenningarnir bara fjórir. Svona fer öllu aftur í­ heiminum.

Á blómatí­ma DV-teiknimyndasagnanna voru ekki færri en þrjár framhaldssögur í­ gangi. Það voru Tarzan, Rip Kirby og Modesty Blaise. Tarzan-sögurnar voru allar eins og búast mátti við, Rip Kirby var fúll breskur leynilögreglukarl ef ég man rétt og Modesty Blaise voru meintar spennusögur með foxí­ aðalpersónu. (En spennusögur sem sniglast áfram um þrjá myndaramma á dag eru bara ekki að virka.)

Hvað var meira af sögum í­ DV? Jú, Andrés önd var þarna um tí­ma, Hrollur og svo Móri sem gerðist í­ Bretlandi á miðöldum. Man ekki í­ svipinn eftir öðrum markverðum sögum.

Mogginn var með Hermann og Högna hrekkví­sa. Hermann var snilld en Högni hrekkví­si ömurlegur að sama skapi. Drátthagi blýanturinn var fastur liður í­ teiknimyndadálknum. Hann var teiknikennsla í­ þremur einföldum skrefum. Fyrsta mynd sýndi yfirleitt tvö strik sem teiknuð voru í­ kross. Á annarri myndinni var búið að bæta inn tveimur hringum og einni trapisu umhverfis krossinn. Á þriðju myndinni var komin fullkomin mynd af Versölum og stærstum hluta hallargarðsins í­ vorskrúða.

Á sí­ðunni þar sem Hermann og Högni hrekkví­si voru, við hliðina á „íst er…“-væmninni, var mynd af kaffikönnu sem virtist klippt út úr gömlum Moggadagblöðum. Þar stóð undir: „Með morgunkaffinu“. Þetta fannst mér alltaf vera sóun á plássi sem ella hefði getað nýst undir skrí­pó.

Smáfólk – eða Peanuts – hefur alltaf haft sérstöðu vegna þess að þar birtist textinn á ensku í­ talblöðrunum og þýðingin á í­slensku fyrir neðan. Ætli það sé einhver sérstök skýring á þessu eða ætli umbrotsmaður Moggans hafi bara verið að fylla upp í­ plássið? Spyr sá sem ekki veit.

Skyldu B.C. teiknimyndasögurnar aldrei hafa birst í­ í­slenskum dagblöðum?