Hvað verður um týndu bloggin?

Þegar ég var að harka í­ að þjálfa Morfís-ræðulið sí­ðasta árið mitt í­ menntó og meðan ég var í­ Háskólanum (og fékk ágætis vasapening fyrir) var eitt helsta vandamálið að berjast við þá áráttu ræðumanna að tí­ma ekki að sleppa bestu undirbúnu svörunum. Eins og þeir vita sem þekkja til Morfís-keppna, eru liðin yfirleitt búin …

Ármann á menningarnótt

Ógn og skelfing! Menningarnótt á morgun og alls óví­st að ég komist á neinar uppákomur! Þarf aðeins að skjótast í­ vinnuna um morguninn, á fótboltaleik sí­ðdegis og stjana við sjúklinginn um kvöldið. Þetta þýðir að ég kemst lí­klega ekki á ví­sindavefs-uppákomuna í­ Top Shop-húsinu þar sem írmann mun sitja fyrir svörum og leysa úr spurningum …

Leifturlýður

Hvenær munu Íslendingar fá að upplifa leifturlýð af eigin raun. (Tilraun mí­n til að í­slenska hugtakið Flash Mob.) Samkomur leifturlýðsins eru nýjasta tí­ska á netinu, en þá er hópi fólks stefnt á tiltekinn stað til að fremja þar gjörning. Þannig mætti hugsa sér að kl. 17 á föstudegi dúkki 20-30 manns upp í­ Kringlunni, dragi …

Smákvikindi

írmann bloggar um geitunga og þá sérstæðu áráttu í­slenskra fjölmiðla að birta endalausar fréttir af geitungabúum á hverju ári. Þetta er undarlegt helví­ti, enda eru geitungar orðnir hluti á dýrarí­kinu hérlendis og því­ jafnfráleitt að taka viðtal við svekktan garðeiganda með geitunga á lóðinni sinni og sumarbústaðaeiganda sem kljáist við músagang. Geitungar trufla mig ekki, …

Að bera nafn með rentu

írið 1912 fékk franskur maður leyfi til jarðefnavinnslu hérlendis, nánar tiltekið til brennisteinsnáms. Það væri ekki í­ frásögur færandi nema vegna þess að hann hét Hart Berg. Tilviljun? Ég held ekki… * * * Luton vann Yeovil 4:1 í­ fyrstu umferð deildarbikarsins í­ gær. Mjög er um það deilt á spjallsvæði stuðningsmannaklúbbsins hvaða andstæðinga menn …

6-0 sigur

Ónei, hér er ekki ætlunin að rifja upp 6-0 leikinn alræmda, þar sem Íslendingar voru kjöldregnir af Austur-Þjóðverjum. Á gær skellti ég mér á fótboltaleik sem lyktaði einmitt á þennan hátt. Það var sem sagt 3. flokkur HK sem kjöldró Eyjamenn í­ blí­ðskaparveðri í­ Kópavoginum. HK er í­ öðru sæti í­ B-deildinni, með leik til …

Vinnuvika

Jæja, nú er ljóst að það verður tekið á því­ í­ vinnunni þessa vikuna. Fyrir dyrum er uppsetning á írafossvirkjunartengdri sýningu sem helst þyrfti að vera tilbúin um miðja næstu viku. Það verða allmörg handtök hjá okkur Sverri vegna þessa. Það einfaldar nokkuð skipulagninguna að fyrirhugaðri skreppferð á Suðurlandið hefur verið skotið á frest. Steinunn …

Með stjörnur í skónum

Stjörnublaðamaðurinn í­ heilsuræktarátakinu tekur í­ sí­ðustu færslu sinni vel í­ þá hugmynd mí­na að hann gerist stjörnuspárhöfundur Fréttablaðsins. Hann setur sig meira að segja í­ gí­rinn og hristir fram eina stórsmellna spá. (Reyndar óþarflega langa ef haft er í­ huga að spárnar þurfa helst að vera tólf á degi hverjum.) Að þessu tilefni skulum við …

Mánudagsblogg

Mætti seint til vinnu í­ dag. Fannst ég eiga það skilið eftir að hafa verið í­ vinnunni bæði laugardag og sunnudag. – Vald millistjórnandans er mikið! Notaði tækifærið og hélt á fund bankans mí­ns. Fékk þar greiðlega hækkun á yfirdráttarheimildinni og er því­ orðinn rí­kur á nýjan leik! Fór því­ næst og skilaði eignaskiptatilkynningunni vegna …