Ágætis byrjun

3:1 sigur á heimavelli gegn Rushden & Diamons. Tony Thorpe með tvö; Matthew Spring með eitt. (Fyrirsjáanlegir markaskorarar.) – Hver veit nema að það rætist úr þessu tí­mabili hjá Luton eftir allt saman. Nafna mí­num Hagalí­n er óskað til hamingju með 5:0 sigur QPR í­ fyrstu umferð og Björgvin Ingi og hinn Sheff. Wed. stuðningsmaðurinn …

Fasteign á hjólum

Skrifaði undir kaupsamning á Bláa draumnum, Volvo 240 árg. 1987. Ég hef góða tilfinningu fyrir þessum bí­l. Bí­ldruslubissnesinn er happdrætti. Rauða Mazdan sem ég átti hvað lengst var fí­n, þar til hún byrjaði að bila. Þá var kostnaðurinn fljótur að rjúka upp. Nissaninn olli nokkrum vonbrigðum. Hann entist í­ ár, en ég hafði verið að …

Glettingur er fjall

…nánar tiltekið upp af Glettisnesi milli Hvalví­kur og Kjólsví­kur í­ námunda við Borgarfjörð eystri. Hahaha… þar með tókst mér að eyðileggja fyrir írmanni. Hver veit nema að ég spilli sakleysi hans enn frekar á næstunni með því­ að fletta ofan af merkingu skemmtilegra orða. Er ég vondur maður? Tja, írmann tí­ðkar það sjálfur að segja …

Kaldhæðni

Get ekki hætt að skemmta mér yfir vandræðum þess góða pilts Hrafnkells Brynjarssonar, eða Mella eins og hann er betur þekktur. Hrafnkell er á leiðinni til meginlandsins og hyggst setjast að í­ anarkistakommúnu. Hins vegar hefur það mál ekki gengið í­ gegn vegna þess að umsóknin hans er enn að þvælast í­ kerfinu þarna úti. …

Eðlisfræði fyrir kynvísa

Klúður! Fyrir lifandis löngu var ákveðið að auglýsa opið hús í­ Rafheimum laugardaginn 6. ágúst, þar sem foreldrar gætu komið og kennt grí­slingunum sí­num allt um rafmagnið. Þetta hljómaði eins og ágætis hugmynd á sí­num tí­ma, enda var enginn búinn að lí­ta á dagatalið. Á laugardaginn kemur verður sem sagt Gay Pride í­ miðborginni og …

Blikur á lofti

Ótí­ðindi, ógn og skelfing! Á gær hringdi bifvélavirkinn minn í­ mig og tilkynnti að Neisti nýrrar aldar væri í­ verra standi en ætlað var. Hann lekur ví­st olí­u eins og hann fái borgað fyrir það og allskonar flókin tækniorð (spindilkúlur o.þ.h.) eru ví­st í­ steik. Hann sagði nánast berum orðum að best væri að keyra …

Í býtið

Lenti í­ sjónvarpinu í­ morgun ásamt ritstjóra Frétta að ræða kjarnorkuárásina á Hí­rósí­ma, stöðu í­ hermálinu og annað í­ svipuðum dúr. Þetta er í­ annað sinn sem ég mæti í­ Ísland í­ býtið á innan við hálfum mánuði. Sminkan hélt að ég væri innanhúsmaður, fannst ég vera svo heimilislegur þar sem ég rauk beint í­ …