Ekki hafði ég mikla skoðun á því hver ætti að verða næsti Þjóðleikhússtjóri, en nú er valið einfalt – Júlíus Vífill er minn maður. Einu sinni kom hann í heimsókn á safnið og var viðræðugóður. Á morgun flautaði hann svo á mig á gatnamótum Lönguhlíðar og Miklubrautar og benti mér á að annað framdekkið væri …
Monthly Archives: september 2003
Fótboltagetraun
Spurt er: Hvað eiga knattspyrnuliðin Wrexham, Mónakó og Berwick sameiginlegt? Svör berist í athugasemdakerfið að neðan.
Það gerist í Reykjavík…
Besti og frægasti bloggarinn gæti endurholdgast sem klóakrotta á morgun og plumað sig ágætlega. Svo mikið veit ég nú um klóaklagnir, safnbrunna og niðurfallsstúta, eftir óteljandi símtöl við iðnaðarmenn, aðra íbúa Mánagötunnar og tæknifræðinginn Tobba frænda. Síðdegis ætla ég svo að reyna að stefna öllum þessum hópi saman þar sem endanleg ákvörðun verður tekin í …
Afturhvarf til 1999
Á gær virðist ég hafa álpast inn í tímavél sem flutti mig aftur til ársins 1999. Það var tíminn þar sem ég fór á Næsta bar hverja einustu helgi, oft bæði kvöldin, sat of lengi, drakk of mikið, greip kebab á leiðinni heim og át fyrir svefninn. Vaknaði þunnur og var tuskulegur fram eftir degi. …
Fréttaþraut dagsins
Spurt er um mann: Maðurinn er mikill áhugamaður um heimspeki, þótt hann sé kunnari fyrir störf á öðrum sviðum. Aðspurður um það hvort hann hafi lesið mörg heimspekirit svarar hann – „Ég las ekki. Ég lifði! Menn fræðast ekki um þessa hluti af bókum. Það er lífið sjálft sem kennir manni þá. – Ég hef …
Linsan
Á gær uppgötvaði ég að ég væri með lausa skrúfu… í gleraugunum mínum. Fór þess vegna í Linsuna í Aðalstræti og lét laga þau. Það gekk skjótt og örugglega. Ég versla alltaf við Linsuna enda konan sem rekur þá verslun mikill snillingur og þjónustan góð. Hvers vegna er ég að segja þetta? Tja, mig langaði …
Rétt hjá Jóa – bara eitt atriði eftir…
Auðvitað var Kalli klunni annað heiti á Rasmus klumpi. Hins vegar er ekki verið að spyrja um Híavata, þann fúla Disney-karakter. Rifjum upp spurninguna sem vefst svo mjög fyrir mönnum: 7. Teiknimyndasagan um indíánafjölskyldu í Ameríku og kjánaleg uppátæki hennar varð langlíf í íslesnkum dagblöðum. Hún birtist undir tveimur nöfnum – hverjum? Við þetta má …
Rétt hjá Gellri!
„Gollum“ hittir naglann á höfuðið. Aggi var vissulega íslenska þýðingin á The Archies, sögum sem höfðu lítil áhrif hérlendis en mörkuðu djúp spor í bandaríska skrípó-heiminn. Framkomnar ágiskanir varðandi síðustu tvö atriðin eru hins vegar rangar. Rifjum þessar spurningar nú upp ásamt aukavísbendingum: 1. Einhverjar fyrstu teiknimyndasögurnar sem birtust í Þjóðviljanum voru um „Kalla klunna“. …
Þunga teiknimyndasögugetraunin – staðan núna
Svör eru byrjuð að berast í þungu teiknimyndasögugetrauninni og stigin farin að raðast á menn. Þau atriði sem rétt svör hafa borist við eru skáletruð: 1. Einhverjar fyrstu teiknimyndasögurnar sem birtust í Þjóðviljanum voru um „Kalla klunna“. Undir hvaða nafni er sú persóna betur þekkt í dag? 2. Hvað hétu knattspyrnuteiknimyndasögurnar sem birtust í Vísi …
Continue reading „Þunga teiknimyndasögugetraunin – staðan núna“
Þunga teiknimyndagetraunin
Jæja gott fólk. Þá er komið að þungu teiknimyndasögugetrauninni. Gefin verða stig eftir geðþótta fyrir þá sem ná að svara rétt, skemmtilega eða skjóta inn besserwissum. Spurt er út úr teiknimyndasögum í dagblöðum fyrr á árum. Svör berist í athugasemdakerfið hér að neðan. Ekki er nauðsynlegt að svara öllum spurningunum eða senda öll svörin inn …