2. strik ? fríríkið heimsótt

Lútherskur átrúnaður leysti kaþólskuna af hólmi í­ Danaveldi um miðja sextándu öld, en páfinn hefur sí­nar leiðir til hefnda. Það kom í­ ljós að morgni annars dags ferðalagsins, sunnudaginn 31. ágúst, þegar kirkjuklukkur fóru að hringja eins og márarnir væru komnir að borgarhliðinu. Ein af kaþólsku kirkjum borgarinnar reyndist vera beint fyrir utan gluggann okkar.

Klukknafarganið kom sér þeim mun verr þar sem Stefán vaknaði þunnur – og það skelþunnur. Auðvitað hefði það átt að kæta hann að Steinunn kenndi sér einskis meins, en einhvern veginn dró sú vitneskja lí­tið úr hausverknum, auk þess sem kona besta og frægasta bloggarans er ekki nógu undirgefinn til að stjana við manninn sinn við slí­kar kringumstæður. Ó, þjáningar!

Farið yfir landamærin

Vanlí­ðanin og almennur aumingjaskapur gerði það að verkum að ferðinn til fyrirheitna landsins, Kristjaní­u, frestaðist frum undir hádegi. Raunar hefði það verið mjög misráðið að skunda af stað fyrr en fullri heilsu væri náð – enda aldrei að vita nema kæmi til átaka við lögreglusveitir fasistastjórnarinnar sem vill loka frí­rí­kinu.

Kristjaní­a er vinaleg. Reyndar er sóðaskapurinn óþarflega mikill. Ekki að því­ er virtist vegna þess að fólk henti ekki rusli í­ sorptunnurnar, heldur virtust tunnurnar aldrei vera tæmdar og draslið lenti því­ á ví­ð og dreif.

Það var kúnstugt að fylgjast með tilburðunum hjá hasssölumönnunum sem þarna athafna sig fyrir allra augum í­ sérútbúnum sölubásum. Á einum stað var selt eitthvað sem virtist vera ljúffeng hasskaka, en að öðru leyti var þetta fremur einhæft. Stefán keypti sér þennan fí­na „Bevar Christania“-bol, sem koma mun sér vel ef einhverjum sjónvarpsþáttarstjórnandanum dettur í­ hug að fá hann í­ viðtal um eitthvað. Heimsóknin í­ bolabásinn reyndist þó útgjaldasamari en ætlað var, því­ þegar yfir lauk var Steinunn búinn að máta og velja sér fyrirfram-afmælisgjöf. Hún er sallafí­n.

Ekta í­slenskir túristar

Eftir Kristjaní­uferðina ákváðu Steinunn og Stefán að skipta ekki meira við strætisvagna Kaupmannahafnar þann daginn. Þess í­ stað var skeiðað út að Nýhöfn og Kóngsins-nýjatorgi. Eins og í­slenskum túristum ber, var stoppað á Hvids vinstue. Lauslega ágiskað voru 80% gestana Íslendingar og örugglega þriðjungurinn af veggjakrotinu (eða öllu heldur ljósaskerma-krotinu). Notalegur bar og vel skiljanlegt að landsins efnilegustu synir hafi valið hann til að drekka sig frá námi og frama.

Eftir rólegheitarölt um miðbæinn var skyndilega kominn tí­mi á að éta aftur. Tyrkneskur kebab-staður varð fyrir valinu. Nóg til af slí­kum stöðum í­ Kaupmannahöfn og þeir eru langbestu og ódýrustu skyndibitastaðirnir. Dálæti Stefáns á Tyrkjum fer sí­vaxandi. Það er lí­ka ólí­kt betra að éta svona mat með þokkalegri jógúrtsósu en löðrandi feitu pí­tusósunni sem öllu er drekkt í­ heima.

Göngugarparnir skiluðu sér heim á hótel um átta-leytið og skriðu upp í­ rúm með það að markmiði að fá sér smálúr. Stefán gat þó ekki um annað hugsað en leikina heima á klakanum, Val-KA og Fram-FH. SMS-skilaboðum rigndi inn. Fyrst frá Palla af Valsleiknum og sí­ðar um kvöldið bættust Sverrir, Óli og Valur í­ hópinn, en þeir voru allir á Fram-leiknum.

Neglur nagaðar

Til að halda ekki vöku fyrir Steinunni, sem var steinsofnuð, rölti besti bloggarinn niður á í­rska pöbbinn frá kvöldinu áður. Sá þá sér til mikillar gleði að barinn hefur yfir að búa glæsilegum dagblaðarekka þar sem finna má öll helstu bresku blöðin. Við tóku tveir og hálfur klukkutí­mi af blaðalestri og SMS-sendingum með tilheyrandi bjórdrykkju. Taugarnar voru þandar til hins í­trasta og ekki bætti úr skák að á barnum var óvenjulega leiðinlegt eintak af Skota í­ Rangers-bol. Væntanlega eftirlegukind frá sigri Rangers á FC Köbenhavn miðvikudaginn áður.

Úrslitin urðu eins og best var kosið. Fram úr fallsæti í­ fyrsta sinn í­ sumar og Stefán gekk hlæjandi til sængur. Tjaldið fellur – 2. þætti lýkur.