3. strik ? vinnudagur í borginni

Stefán og Steinunn vakna fyrir allar aldir að morgni mánudagsins 1. september, enda stí­f dagskrá fyrir höndum. Safnverðir mega aldrei sofna á verðinum og Stefán hefur boðað komu sí­na á Vand- og energiværkstedet, sem er bráðskemmtilegt fræðslusetur á vegum Vatnveitu Kaupmannahafnar og orkufyrirtækja á svæðinu.

Þegar ferðalangarnir í­slensku mæta á svæðið er hópur skólakrakka, 6-7 ára á að giska, að hamast við að dæla vatni, byggja stí­flugarða og veiða vatnakvikindi með þar til gerðum háfum. Strákurinn sem rekur staðinn bauð upp á kaffi og lóðsaði um allt svæðið, þar á meðal frábærlega skemmtilegt „völundarhús“ þar sem grí­slingarnir geta í­myndað sér að þeir séu að ganga eftir holræsakerfi Kaupmannahafnar. Danirnir fá fyrstu einkunn fyrir framtakið og er Stefán strax farinn að vinna í­ því­ að fá aðalarkitektinn á bak við þetta fluttann til landsins.

Pan-skandinavisminn í­ verki

Frá Vandværkstedet löbbuðu besti bloggarinn og frú að höfuðstöðvum danska MS-félagsins. Þar hafði Steinunn sett niður fund með formanni ungliðasamtaka félagsins og starfsmanni á skrifstofunni. Þessar höfuðstöðvar reyndust tröllauknar og starfsmannahaldið margfalt meira en órað hefði mátt fyrir. Danska MS-félagið er raunar einstakt í­ sinni röð á Noðrurlöndum hvað umfang og styrk varðar. Fundurinn varðaði norræna ráðstefnu sem fyrirhugað er að halda á Íslandi innan tí­ðar.

Danirnir höfðu margt gott til málanna að leggja, en eins og svo tí­tt er um Skandinava í­ norrænu samstarfi eiga þeir erfitt með að skilja tungumálavandann. Það er eins og þeir komi því­ ekki inn í­ kollinn á sér að danska og í­slenska séu gjörólí­k tungumál og að útilokað væri að fá dæmigerða Íslendinga til að halda ráðstefnu á dönsku, til þess eins að 2-3 danskir gestir geti fylgst með því­ sem fram fer. Ekki bætti úr skák að Steinunn talar dönsku nánast eins og innfædd og gátu Danirnir því­ ekki í­myndað sér annað en að allir Íslendingar séu tví­tyngdir. – Stefán hlustaði á umræðurnar og reyndi að halda sér til hlés, þó hann hafi þurft að bí­ta í­ tunguna á sér þegar talið barst að Færeyingum. Fordómar og skilningsleysi Dana gagnvart Færeyjum er með hreinum ólí­kindum. Lifi frjálsar Færeyjar!

Ferð án fyrirheits

Það var langt liðið á daginn þegar fundarhöldunum í­ MS-heimilinu lauk. Steinunn ákvað að halda upp á herbergi að hví­la sig um stund. Stefán ákvað að skreppa fyrst og finna netkaffihús til að lí­ta á fjármálin og leita fregna að heiman. Grunlaus var hann um það hversu fágæt slí­k þjónusta er í­ Kaupmannahöfn.

Á eina og hálfa klukkustund eigraði besti og frægasti bloggarinn um götur höfuðborgarinnar án þess að finna nokkra netþjónustu. Almenningsþvottahús, skiptiþjónusta fyrir gjaldeyri og búðir sem selja hjálpartæki ástarlí­fsins voru á hverju strái – en um internetsamband var ekki að ræða. Örvæntingarfull leitin rak Stefán loks út á hina alræmdu Istegade. Óhætt er að segja að sú heimsókn hafi valdið vonbrigðum, því­ eftir allar hryllingssögurnar af dýragarðsbörnum og dópistum sem á manni hafa bulið virtist gatan álí­ka ógnvekjandi og Tryggvagatan á slæmum degi. – Stefán sneri því­ sárfættur heim á hótel án þess að hafa heiðrað veraldarvefinn með nærveru sinni þann daginn.

Enn á Tyrkjaslóðum

Að sí­ðdegislúr loknum var orðið tí­mabært að finna einhvern stað til að éta á nýjan leik – enda yfirlýst markmið ferðarinnar að bæta á sig nokkrum kí­lóum fyrir hinar óumflýjanlegu frosthörkur næstu mánaða. Aftur varð sá afbragðsgóði staður Ankara fyrir valinu, að þessu sinni hið rómaða hlaðborð sem auglýst var hið stærsta á Norðurlöndum. Steinunn og Stefán gúffuðu í­ sig tyrkneskum krásum og spöruðu ekki hví­tlaukinn, sér til óblandinnar ánægju en fáum öðrum til yndisauka.

Fátt er betra eftir góða máltí­ð en að skella sér í­ bí­ó. Við eina hliðargötu Striksins er þetta fí­na kvikmyndahús sem einkum sýnir evrópskar bí­ómyndir og selur ekki poppkorn. Ætlunin hafði verið að sjá Dogville, nýjustu mynd Lars von Trier, en hún var sýnd á asnalegum tí­mum. Þess í­ stað skelltu Steinunn og Stefán sér á þýska mynd, „Goodbye Lenin“.

Myndin gerist í­ austur-Berlí­n um það leyti sem Berlí­narmúrnum var rutt úr vegi og Þýskaland sameinaðist. Móðir aðalsöguhetjunnar hefur tröllatrú á austur-þýsku rí­kisstjórninni, en lendir í­ dái á spí­tala á meðan rí­kið hrynur til grunna. Þegar hún vaknar aftur ákveður aðalsöguhetjan að vernda hana fyrir sannleikanum og búa til blekkingarveröld þar sem Austur-Þýskaland er still going strong. Notalegur húmor og ágætis pælingar um það hver sé í­ raun að blekkja hvern og hvenær uppspuninn byrjar að viðhalda sjálfum sér blekkingarinnar vegna. Hins vegar eru værðarlegar hugvekjur sögumannsins, sem tyggur móralinn í­ sögunni oní­ áhorfendur, hvimleiðar til lengdar.

Rúmrusk

Eftir bí­óið var gengið heim í­ úrhellisrigningu, eldingum og þrumuveðri. Stefán og Steinunn urðu hundblaut, enda ekki slí­kir aumingjar að standa undir skyggni meðan gekk á með verstu hryðjunum. Fólkið í­ næsta herbergi hélt svo uppi fjörinu fram eftir nóttu með kraftmiklum og taktföstum æfingum. Það er nefnilega ekki bara einfalt gler í­ gluggum í­ herbergjunum á Hótel Ljóni, heldur eru veggirnir næfurþunnir lí­ka. Tjaldið fellur, þriðja þætti lýkur.