4. strik ? Hámenning á Arnarnesinu

Steinunn og Stefán vakna snemma og full tilhlökkunar, þriðjudagsmorguninn annan september. Á dag skal stefnan tekin á hámenningu fyrir utan bæinn, nánar tiltekið á Louisiana-listasafnið í­ Humlebæk.

Louisiana er eitt af merkilegri nútí­malistasöfnum í­ Evrópu, en er að því­ leyti óvenjulegt að það er ekki í­ alfaraleið. Humlebæk er sannkölluð suburbia, minnir helst á Arnarnesið, þar sem fólk býr í­ stórum einbýlishúsum fjarri skarkala miðborgarinnar og pússar stóru, fí­nu bí­lana sí­na í­ tí­ma og ótí­ma. (Ótí­mi er skemmtilegt orð…)

Hvers vegna að heimsækja Louisiana-safnið? Jú, þegar Stefán rak augun í­ auglýsingu þess efnis að á safninu væri nú sýning með verkum bandarí­ska pop-listamannsins Roy Liechtenstein varð hann óður og uppvægur að skella sér þangað.

Langflottasti pop-listamaðurinn

Liechtenstein hefur verið eftirlætismyndlistarmaður Stefáns í­ meira en áratug. Andy Warholl hefur aldrei höfðað sérstaklega til besta bloggarans, en það er eitthvað í­ list Liechtensteins sem er svo heillandi og kröftugt. „Girl Drowning“ er t.d. eitthvert flottasta listaverk allra tí­ma.

Sýningin sveik engan. Nánast allar þekktustu myndir Liechtensteins voru á sýningunni (nema reyndar „Girl Drowning“ illu heilli), en einnig fjöldinn allur af minna þekktum verkum sem sýndu alveg nýjar hliðar á listamanninum. Ef ekki hefði verið vitneskjan um yfirvofandi Visa-reikning frá helví­ti og löng lestarferð fyrir höndum, hefði Stefán eflaust látið til leiðast og keypt fokdýr en últrasvöl plaköt í­ safnversluninni. Kaffistofu Louisiana-safnsins voru einnig gerð skil. Hún var vinaleg, en loforð túristabæklingsins um fallegasta útsýni í­ Danmörku var kannski nokkuð orðum aukið.

Og enn var mátað…

Farið úr lestinni í­ grennd við Nörrebro á bakaleiðinni og enn eina ferðina tekið til við að rápa um og við Strikið. Steinunn sló fyrri met í­ sólgleraugnamátun, án þess að festa kaup á neinum slí­kum. Stefán reyndi að útskýra fyrir henni að það að kaupa sér sólgleraugu í­ byrjun september væri jinx aldarinnar og ví­sasta leiðin til að tryggja eilí­ft skammdegi og rigningarveður næstu átta mánuði. Þegar fær fortölur gengu ekki var aðeins ein leið fær – að dreifa athygli hennar með smörrebröði á einum af litlu veitingastöðunum við dómhústorgið. Lifrakæfan klikkar ekki!

Endalaust nasl á milli mála fokkar upp föstu matmálstí­munum. Óþarfi að fara í­ þriðja sinn á fjórum dögum á snilldarstaðinn Ankara, en á sama tí­ma fyllsta ástæða til að standa við bakið á tyrkneska samfélaginu í­ Köben. Kebab á einum hinna óteljandi kebabstaða var málið. Skrí­tið að á þessum stöðum virðast bara vinna karlmenn á besta aldri, sem er þægileg tilbreyting frá öllum unglingsstelpunum sem sinna þessum störfum hér heima.

Var ekki meira stuð í­ Hveragerði?

Það má telja óskráð lög að í­slenskir túristar í­ Kaupmannahöfn verði að skella sér í­ Tí­volí­. Þótt besti bloggarinn sé framsækinn uppreisnarmaður á flestum sviðum treysti hann sér ekki til að brjóta gegn þeirri hefð. Tí­volí­ að kvöldlagi í­ haustbyrjun er svo sem ágætis staður. Litlu skæruliðarnir flestir heima að sofa og flestir gestirnir áhugasamari um veitingastaðina og barina en að öskra úr sér lungun í­ einhverjum tækjum. Sjóræningjaskipið á pollinum hefði haldið Stefáni hugföngnum þegar hann var tí­u ára, en glansinn af sjóræningjastéttinni hefur nokkuð minnkað sí­ðan.

Um daginn sögðu í­slensk blöð frá því­ að Stuðmenn myndu spila í­ Tí­volí­inu innan tí­ðar, í­ einhverjum kristalssal eða eitthvað álí­ka. Það mun eflaust tengjast tökum á Hví­tum mávum II, sem hljómsveitin vinnur ví­st að um þessar mundir… Því­ miður var ekki enn búið að hengja upp risaplakötin á götum Kaupmannahafnar.

Endað á í­rska barnum. Bresku dagblöðin lesin í­ þaula. Tjaldið fellur, fjórða þætti lýkur.