5. strik ? Óáran mikil

Stefán og Steinunn vakna seint miðvikudagsmorguninn þriðja september. Kvöldið áður hafði Steinunn verið með harðsperrur eftir maraþongöngur um stræti stórborgarinnar. Hún stekkur stálsleginn á fætur, besti bloggarinn er hins vegar hálflerkaður. Það er þó bara byrjunin…

Markmið dagsins er fyrst og fremst eitt. Að heimsækja Experimentarium í­ Hellerup, með það að markmiði að reyna að stela hugmyndum fyrir Rafheima Orkuveitunnar. Frí­ið virðist vera að breytast í­ vinnuferð og Stefán í­hugar að heimta dagpeninga, en kann ekki alveg við það. Ætli Orkuveitunni veiti nokkuð af öllu sí­nu fé til að skipta út parkettinu í­ nýju höfuðstöðvunum?

Experimentarium er fjörugur staður þar sem skólahópar og börn í­ fylgd með foreldrum sí­num koma til að fikta í­ alls konar tilraunum og græjum, sem miða að því­ að fræða um raunví­sindi. Margt er sniðugt. Annað ekki. Aðalgallinn við sýninguna er þó sú að hún er öll í­ einu stóru rými sem ekki hefur verið stúkað upp. Það er yfirþyrmandi og hávaði truflar alla einbeitingu. Stefán tekur ekki nema 3-4 myndir, sem er mun minna en í­ Vandværkstedet á mánudag.

TURK 182

Ekki bætir úr skák að safnvörðurinn í­slenski er kominn með eymsl í­ bakið, sem leiðir niður í­ bæði lærin og allt niður í­ hnésbætur. Sársaukin fer jafnt og þétt vaxandi og styttir heimsóknina eflaust um klukkustund. Gangan á brautarstöðina er erfið, en Stefán huggar sig við að þetta sé ekkert sem stór bjór muni ekki laga.

Heima á hóteli safnar besti bloggarinn orku á nýjan leik. Kjánalegt að fá svona mikla strengi af smá göngutúrum – hugsar hann. Botnar reyndar ekkert í­ þessu enda ganga þeir feðgarnir bæinn þveran og endilangan heima á klakanum í­ hvert sinn sem færi gefst. Steinunn í­hugar alvarlega að vorkenna karlinum sí­num, en minnir sig þó á að hann er meistari sjálfsvorkunarinnar þegar kemur að flensum, smákvefi og öðru slí­ku. Snýr sér þess í­ stað að því­ að lesa einhvern mannfræðidoðrant fyrir mastersnámið sem hún er að byrja í­.

Stefán vaknar eftir óværan svefn. Það er farið að halla að kvöldi og tí­mabært að koma sér út úr húsi að afla matar. Eftir að hafa étið hjá tyrkneskum innflytjendum fjögur kvöld í­ röð er stefnt að því­ að skipta við hefðbundnari dönsk veitingahús. Eftir þrjúhundruð metra göngu er bakið orðið jafnaumt og fyrr.

Og enginn þorir að kalla þetta samsæri…

Steinunn og Stefán labba alla leið út að Nýhöfn, eða öllu heldur enda þar eftir að hafa gengið fram hjá hverjum veitingastaðnum á fætur öðrum án þess að finna neitt bitastætt. „Strædet“, sem virtist hafa upp á bjóða urmul skemmtilegra veitingastaða að deginum til hefur alveg skipt um svip með kvöldinu.

Fyrir þá sem ekki vita það, er Nýhöfn yfirlýst verndarsvæði okrara í­ Kaupmannahöfn sem stunda fjárplógsstarfsemi sí­na undir því­ yfirskyni að það sé veitingasala. Allt er dýrt á veitingastöðunum þar, en alltof oft gera ferðamenn þau mistök að halda að það þýði endilega að maturinn sé lostæti. Það er hann ekki.

Bloggararnir setjast þó við eitt af borðunum á göngugötunni og panta dýra og óspennandi rétti. Steinunn fær sér rauðsprettuna, Stefán nautakjötið. Rauðsprettu getur Stefán varla étið frá því­ sumarið eftir gaggó. Þá vann hann sem handlangari í­ byggingarvinnu á Sauðárkróki. Búið var í­ gistingu á vegum hótelsins og étið í­ veitingasal hótels Tindastóls. Þar var pönnusteikt rauðspretta þrisvar í­ viku.

Það máttu helv. Sauðkræklingarnir eiga að þeir kunnu að búa til mat. Danska rauðsprettan var hins vegar undirmálsfiskur úr Eystrasalti og ólystug í­ flesta staði. Nautakjötið var seigt og óspennandi. Ekki þar fyrir að styrjuhrogn og gæsalifrarkæfa hefðu ekki megnað að beina athygli Stefáns frá bakverkjunum. Það að standa tví­vegis upp frá borðum og ganga fram og til baka hafði ekkert að segja. Vænn slurkur af rauðví­ni sljóvgaði hins vegar sársaukaskynið nægilega um sinn.

Fokið í­ flest skjól

Bjór fyrir svefninn á í­rska pöbbnum, ásamt hraðlestri á bresku blöðunum. Breska stjórnin með allt niðrum sig út af írak. Dönsku blöðin fjölluðu hins vegar ekki um annað en kóngafjölskylduna, án sýnilegs tilefnis. Nördaskapur þessarar þjóðar þegar kemur að prinsunum tveimur er með hreinum ólí­kindum…

Illa er fyrir mönnum komið þegar áfengið bregst sem læknislyf. Rauðví­ns- og bjórkokteillinn dugir vart upp á herbergi. Við tekur andvökunótt, þar sem Stefán byltir sér um og reynir að finna stellingu þar sem bakið og lappirnar láta hann í­ friði. Það tekst ekki. Ósjálfrátt leitar hugurinn að þeirri staðreynd að brjósklos eru algeng í­ ætt besta bloggarans. Fokk, fokk, fokk… – Meira að segja umhugsunin um sigur Framara á sunnudagskvöldið hjálpar ekkert.

Tjaldið fellur, 5. þætti lýkur.