6. strik (fyrri hluti) ? Blessað dópið

Stefán grætur ekki oft. Hann var einfaldlega ekki alinn upp við þann skæluskjóðukúltur að karlmenn grétu í­ tí­ma og ótí­ma. Miklu betra að þeir beri harm sinn í­ hljóði og leiti á náðir áfengis og óhóflegar yfirvinnu. Auðvitað hefur Stefán stundum grátið. Hann getur til dæmis viðurkennt í­ þennan hóp að þegar Framararnir gerðu jafnteflið við Þróttara í­ 16. umferð Íslandsmótsins 1985 og gáfu Valsmönnum þannig titilinn (eftir sjálfsmark ísgeirs Elí­assonar) – þá brynnti Stefán músum. Það er ekki gaman að tapa Íslandsmeistaratitli þegar maður er tí­u ára.

Ó hvað Stefán langaði lí­ka til að gráta þegar hann vaknaði að morgni fimmtudagsins fjórða september. Bakið, lærin, hnén, lappirnar – það var alls staðar vont. Hér dugðu engin vettlingatök! Stefán og Steinunn skunduðu af stað eða öllu heldur höktu eins og veikburða lí­kami sjúklingsins sárþjáða þoldi.

Læknadópið sví­kur ekki

„Ég vil sterkustu verkjatöflur sem þú átt og enga stæla – ég kann þá alla!“ Eitthvað á þessa leið mæltist frægasta og besta bloggaranum við stelpuna í­ apótekinu. Fimm mí­nútum sí­ðar var hann búinn að sporðrenna fyrstu töflunum af verkjastillandi og bólgueyðandi. Ó, hví­lí­k nautn!

Hálftí­ma sí­ðar voru lyfin farin að sví­nvirka og nákvæm leit á umbúðunum leiddi ekki í­ ljós neina rauða þrí­hyrninga eða annað sem gefið gat til kynna að bjór hefði óæskileg áhrif. Sigur mannsandans á náttúrunni var fullkominn!

Hvað er slæmt við Ellingsen?

Pilluætan og kona hans halda í­ nálæga buxnaverslun, þar sem Steinunn hefur fengið augastað á gallabuxum sem fáanlegar eru á spottprí­s. Stefán sem keypt hefur allar sí­nar gallabuxur í­ Ellingsen úti á Granda frá árinu 1989, þar sem einungis eru til tvenn ólí­k snið, á erfitt með að skilja hvað þessi endalausa mátun og samanburður á að fyrirstilla. Sú var tí­ðin að bloggarinn bakveiki keypti öll sí­n föt í­ Ellingsen, en í­ seinni tí­ð hafa móðir hans og eiginkona spillt þeirri sælu með kvabbi og búðarápi.

Loksins tekst að kaupa einar buxur og Steinunn og Stefán geta því­ vaðið á ný í­ miðbæinn og þrætt hliðargötur og öngstræti. Á leiðinni skýst Steinunn þó inn í­ sérverslun með boli og kaupir últrasvalan bol með áletruninni „G8“ innan í­ umferðar-bannmerki. Þetta tryggir að hún er flottasta róttæklingaskví­san í­ bransanum, þótt það dragi nokkuð úr slagkrafti bolsins að heima á klakanum þekkja fæstir hvað G8 stendur fyrir – óupplýsti lýður!

Arnar kemur eins og kallaður

Á grennd við háskólann tekst hópi stuðningsmanna einhvers af óháðu frambjóðendunum í­ bandarí­sku forsetakosningunum að hremma Steinunni og Stefán. Kosningasmalanum er mikið niðri fyrir og útskýrir að framtí­ð heimsins velti á góðu gengi frambjóðandans, þótt vandséð sé raunar hvaða árangri vera þeirra á götum Kaupmannahafnar muni skila í­ kosningabaráttunni – Kaupmannahöfn verandi ekki enn orðin bandarí­sk borg. Stefán kveikir á nafni meinta alheimslausnarans og rámar óljóst í­ að hafa heyrt fregnir af dularfullum mannshvörfum sem tengst hafa félagsskap þessa náunga í­ Þýskalandi.

Svo heppilega vill til að Arnar Þór Stefánsson, laganemi og fyrrum MR-ingur gengur fram hjá í­ þessum svifum og Steinunn og Stefán geta því­ snúið kurteislega baki við óðu kosningasmölunum. Arnar Þór er borubrattur og hyggur á miklar menningarreisur um Evrópu og hjólreiðamennsku á götum Kaupmannahafnar. Þau slá á bjartsýni hans með því­ að benda á að margir í­slenskir stúdentar hafi talað svo við upphaf námsdvalar en endað á að vera krakaðir upp úr sí­ki.

Að Arnari kvöddum finnur Stefán sér bókabúð sem lí­tur út fyrir að selja skrí­pó. Ekkert skrí­pó fannst við nánari leit, en þess í­ stað festir sá besti og frægasti kaup á nýjasta Ian Rankin-reyfaranum um Rebus lögregluforingja. Sí­ðar les hann bókina í­ flugvélinni á leiðinni heim og klárar nokkrum dögum sí­ðar – harlaánægður. Las einhvers staðar í­ bókardómi að sala á bókum Ian Rankins næmi 10% af allri bóksölu í­ Bretlandi. Trúi því­ hver sem vill.

Fjóshaugsins við Sundin saknað

Sí­valiturninn er næsti áfangastaður Steinunnar og Stefáns, eftir að þau hafa skerpt á verkjalyfjunum með tékkneskum bjór. Þegar þetta mannvirki er nefnt á nafn, verður Stefáni alltaf hugsað til ævintýrisins Eldfæranna eftir H.C. Andersen. Þar komu við sögu þrí­r hundar og var einn með augu eins og Sí­valiturna. En hvort átti höfundurinn þá við að þeir hefðu verið eins og Sí­valiturninn á hæðina eða breiddina? Það skiptir nú talsvert miklu máli… – Á það minnsta er langt að labba upp í­ turninn. Útsýnið er fí­nt, en samt antí­klí­max að sjá bara borg, engin fjöll. Meira að segja Esju-ófétið myndi gera Kaupmannahöfn fallegri.

– Þegar hér er komið sögu er klukkan orðin u.þ.b. 15:30 sí­ðdegis, tjaldið fellur en 6. þætti er ekki lokið, bara hlé og allir fara út að reykja – nema Steinunn sem enn heldur sig við sí­garettubindindið.