6. strik (seinni hluti) ? Ítalskur sjarmör og alvöru bíó

(Framhald frá sí­ðustu færslu)
Steinunn og Stefán sleppa naumlega inn á einn af betri smörrebröd-stöðum borgarinnar áður en hætt er að afgreiða frokost. Engin verðlaun í­ boði fyrir að giska á hvað Steinunn velur sér. – Þeir hljóta að blanda einhverju ávanabindandi út í­ lifrarkæfuna… Stefán étur sí­ld sem veitingastaðurinn tekur sérstaklega fram að sé frá Íslandi. Eflaust yrðu Danir hissa að heyra að Íslendingar éti einkum sí­ld frá Sví­um.

Á Strædet, fyrir neðan Strikið eru margar kyndugar búðir, s.s. fornbókaverslanir. Ein búðin sérhæfir sig í­ Star Wars-körlum og Stefán rambar á barmi nostalgí­ukasts. Ó, hvað þarna er margt merkilegt að finna! Best að læsa Visa-kortið niðri, annars biði ekkert nema skuldafangelsi á Kví­abryggju.

Skrí­pó

Önnur verslun selur gamlar teiknimyndasögur, s.s. fágæt Andrésblöð, frumútgáfur af Tinna o.s.frv. Þarna mætti hæglega brenna upp viðbótarlí­feyrissparnaðinum ef hann væri handbær. Stefán ákveður þó að leita bara í­ ódýru deildinni og eyða ekki nema hundraðkalli. Það dugar fyrir fjórum bókum. Tveimur um Lukku Láka (annars vegar bókinni um Jesse James og hins vegar bók um einhvern skottulækni – hvorug komið út á í­slensku) og tveimur um Samma og Kobba. Ekki slæmt og ætti að duga Steinunni sem lesefni í­ vélinni heim og vel rí­flega það.

Hvernig er best að drepa tí­mann í­ miðborg Kaupmannahafnar fram að kvikmyndasýningu, án þess að drekka of marga bjóra ofan í­ verkjalyfin? Ekki bætir úr skák að gula ógeðið skí­n á réttláta og rangláta. Stefáni er heitt og klæjar þess utan í­ kjammana, enda er hann aftur byrjaður að koma sér upp skegginu sem Kolbeinn Proppé kallar „aparass“, auk barta eins og móðir besta bloggarans hatar.

Lí­till leikþáttur

Steinunn og Stefán rölta á ráðhústorgið þar sem þau kynnast í­talska sjarmörnum. Til að innihald þessa fundar fari ekki fram hjá neinum er rétt að setja það upp sem leikþátt:

* * *

Sviðið: Ráðhústorg Kaupmannahafnar á sjóðheitum fimmtudagseftirmiðdegi. Hópur Indí­ána (eða í­ það minnsta leikara í­ indí­ánabúningum) leikur listir sí­nar á miðju torginu við góðar undirtektir japanskra túrista sem telja sig heppna að verða vitni að trúarathöfnum danskra frumbyggja.

Steinunn situr á tröppunum fyrir framan ráðhúsið, Stefán reynir að halda sig í­ forsælunni nokkuð fjarri. ítalskur sjarmör sér blondí­nu eina sí­ns liðs og hugsar: „Hér ber vel í­ veiði…“

(Á lauslegri í­slenskri þýðingu)
ítalski sjarmör: Hvaða staði á maður að skoða!
Steinunn: Uhh… Ha, staði?
ítalski sjarmör: Já, hvaða staði er best að skoða. Ég er frá ítalí­u.
Steinunn: Ha, uhh… sæll vertu.
ítalski sjarmör: íður en við höldum lengra, þá verð ég að benda þér á að þú ert of hávær.
Steinunn: Ha, afsakaðu…
ítalski sjarmör: Já, þú talar of hátt. Eins og Amerí­kani. Amerí­kanar tala og hátt, það er ekki gott.
Steinunn: Ó, – uhh… ég er frá Ísl…
ítalski sjarmör: Já, mun betra. Ekki tala svona hátt. Ég er sem sagt ítali. Hvað er best að skoða?
Steinunn: Tja, það er nú svo margt…
ítalski sjarmör: Já, nefndu eitthvað. Hvað er best að skoða?
Steinunn: Ég er nú eiginlega bara túristi hérna þannig að…
ítalski sjarmör: Það er bara betra. Alltaf best að spyrja þá. Danir eru svo miklir plebbar.
Steinunn: Öhh… það er gaman að fara í­ Kristjaní­u.
ítalski sjarmör: Búinn að því­. Næsta!
Steinunn: Öhh… svo er listasafn fyrir utan bæinn…
ítalski sjarmör: Iss, listasöfn! Miklu betri listasöfn á ítalí­u. Af hverju fórstu ekki þangað? Hvers vegna komstu hingað?
(Stefán trí­tlar til þeirra, ætlar að blanda sér í­ samræðurnar. ítalski sjarmörinn setur upp ægilega grettu.)
ítalski sjarmör: Hvað segiði, vitið þið sem sagt ekki um neitt sem hægt er að skoða hérna?
Steinunn & Stefán: Uml, ha, hóst, tja – varla…
ítalski sjarmör: Jæja, gott og vel. (Býr sig undir að ganga brott, en snýr sér svo við.) Á ítalí­u eru pör samrýmdari.
Steinunn & Stefán: Ha?
ítalski sjarmör: Já, á ítalí­u myndu menn ekki skilja kærusturnar sí­nar einar eftir á ví­ðavangi. Þar eru pör hlið við hlið. Það er betra þannig. (Sendir Steinunni manndrápsaugnaráð fyrir að hafa sóað tveimur dýrmætum mí­nútum af lí­fi hans. Fer án þess að kveðja.)

* * *

Nokkuð undrandi á háttalagi ítalans ákveða Stefán og Steinunn að tygja sig til bí­ófarar. Dogville, nýjasta mynd Lars von Trier með Nicole Kidman í­ aðalhlutverki verður fyrir valinu. Myndin er mögnuð. Sviðsmyndin og myndatakan frábær, leikurinn afbragð og plottið flott. Von Trier hefur greinilega séð sinn slatta af Bertold Brecht, en þótt setja megi spurningamerki við margt í­ boðskapnum eru þarna verulega flokkar vangaveltur um árekstranna milli hugsjóna annars vegar og þess þegar breyskleiki mannsins gengur í­ berhögg við þær hins vegar. Skylduáhorf!

Ammælispí­tsur

Myndin er löng og klukkan orðin margt þegar Steinunn og Stefán yfirgefa bí­óið. Steinunn þarf að ná heim á hótel og sækja lyf í­ í­sskápinn í­ móttökunni áður en klukkan verður of margt, þannig að ekki er um að ræða að éta í­ miðbænum. Lendingin verður pizzasneið í­ súpermarkaði. Stefán fyllist nostalgí­u því­ bragðið er eins og af heimabökuðu „afmælispizzunum“ í­ gamla daga sem voru með svampkenndan botn. Hvers vegna var hakk notað svona mikið á pizzur áður fyrr án þess að neinum þætti það gott?

Kvöldinu slúttað á í­rska pöbbnum. Breska rí­kisstjórnin enn í­ vondum málum. Danir enn að skrafa um prinsa og prinsessur – kannski hafði sá í­talski á réttu að standa eftir allt saman? – Tjaldið fellur, 6. og næstsí­ðasta þætti lýkur.