Það er hálfgert antíklímax að rekja atburði sjöunda og síðasta dags ferðalagsins eftir hina atburðaríku fyrri daga. Stefán og Steinunn vakna klukkan átta. Klára að pakka og koma sér svo af Hótel Ljóni. íður en lagt er af stað er einungis eitt atriði á verkefnalistanum – kaupa Carlsberg stout fyrir föður besta bloggarans. Heilbrigðisfulltrúinn Páll vill ólmur fá 1-2 flöskur, sem skýrist af nostalgíu. Þetta var bjórinn sem hann drakk Danmerkursumarið sitt fyrir löngu. Enginn stout finnst í súpermarkaðnum og Stefán grípur í staðinn Carlsberg Dark, nýlega bjórtegund sem bragðast eins og malt.
Morgunmatur á lestarstöðinni. Brunað á Kastrup. Rölt um flugstöðvarganganna. Verslað viský og sígarettur (retturnar eru fyrir tengdó, Steinunn stendur sig í bindindinu). Flug til Íslands átakalítið. Reyndar fékk einhver aðsvif framar í vélinni og tuskulegur maður sem dönsk félagsmálayfirvöld voru líklega að senda úr landi lætur dólgslega. Það truflar ekki Stefán sem les Rankin og Steinunni sem sefur.
Tjaldið fellur, sýningin á enda og allir hneigja sig í lokin.