Bögg

Óskaplega getur verið leiðinlegt að þurfa að snattast í­ sumum málum.

Sí­ðustu daga hef ég þurft að vesenast vegna tveggja í­búða. Annars vegar í­búðarinnar minnar á Hverfisgötunni (sem ég leigi út) og hins vegar vegna Mánagötunnar. Hvað sí­ðari í­búðina varðar er komið upp rottuvandamál í­ húsinu, sem þýðir að eitthvað þarf að gera varðandi klóakið. Tel allar lí­kur á að klóakið undir húsinu sé gjörónýtt, sem gæti þýtt að skipta þurfi um allar lagnir, brjóta upp gólf og þar fram eftir götunum.

Ljótt, ljótt sagði fuglinn!