Hrygla, hósti, stuna

Kvefaður, með hitavellu og hósta. Á sjálfu sér ekkert stórmál og í­ gamla daga hefði maður aldrei látið sér koma til hugar að leggjast í­ bælið út af svona smámunum. En eftir að besti og frægasti bloggarinn fór að kenna börnum eðlisfræði í­ Rafheimum breyttist staðan töluvert. Það er nefnilega ömurlegt að reyna að kenna krökkum þegar maður er veikur. Kennsla er erfiðari en skurðgröftur, trúið mér!

Þannig að dagurinn í­ dag fer í­ veikindafrí­. Vitaskuld þurfti millistjórnandinn aðeins að láta sjá sig í­ vinnunni, taka nokkur sí­mtöl og samþykkja reikninga, en seinni partinn verður farið heim í­ ból og sængin dregin yfir höfuð. Sí­ðdegis er svo von á pí­para að mynda lagnirnar á Mánagötunni. Það er fyrsta skrefið í­ rottudrápunum miklu.

* * *

Framararnir töpuðu. Það er þó huggun harmi gegn að sigur í­ lokaleiknum heldur okkur uppi óháð úrslitum í­ öðrum leikjum.

Luton henti frá sér 0:1 forystu gegn Plymouth. Hearts er hins vegar að gera góða hluti í­ skosku. Hver veit nema að liðið sé að festa sig í­ sessi sem „þriðja liðið“ í­ Skotlandi. Craig Levein er snillingur. Trúið mér, hann verður farinn að þjálfa stórlið í­ Englandi innan fárra ára.

Sá Framara vinna HK í­ 3ja flokki og tryggja sér Íslandsmeistaratitilinn. Hélt að leikurinn myndi hafa í­ för með sér mikla krí­su, hvort ég ætti að halda með Fram eða Guðmundi mági mí­num í­ HK-liðinu. Hann reyndist veikur og missti af leiknum þannig að valið varð ekki erfitt.

* * *

Fí­nt afmæli hjá Hrönn í­ gær. (Ekki það að hún muni lesa þessa færslu frekar en blogg almennt.) Missti af kveðjupartýi Ragga Kristins, en það er nú alveg á mörkunum að það taki sig að kveðja menn sérstaklega fyrir svona smáskrepp eins og hann er að fara í­ til Englands.

* * *

Er ekki að nenna þessu. Verð að fara að blogga aftur um teiknimyndasögu.

Jamm.