Hamingjuóskir

Óska konunni minni til hamingju með daginn. Nei, Steinunn á ekki afmæli. Það er ekki fyrr en á fimmtudaginn. Tilefnið er annað og ekki sí­ður gleðilegt.

Á dag fékk Steinunn nefnilega sí­na fyrstu skammargrein í­ Mogganum. Tilefnið var grein sem hún skrifaði á vef Ungra vinstri grænna í­ gær, mánudag, undir yfirskriftinni: „Fri hash – Fyr Fogh!“, sem ví­sar í­ eitt af slagorðum stuðningsmanna Kristjaní­u gegn dönsku rí­kisstjórninni.

Þetta var meira en Staksteinahöfundur Moggans þoldi og afleiðingin var eftirfarandi pistill:

Kristjaní­a og umburðarlyndið

Steinunn Þóra írnadóttir skrifar á vef Ungra vinstri grænna, uvg.vg, og fjallar um deilur um framtí­ð „frí­rí­kisins“ Kristjaní­u í­ Kaupmannahöfn.

Stuðningsmenn Kristjaní­u segja hana dásamlega vin í­ miðri stórborginni, þar sem anarkismi og umburðarlyndi rí­kja. Hún veiti mannsandanum mikilvægt frelsi til að blómstra og sé börnum öruggt umhverfi,“ skrifar Steinunn Þóra. „Það er nákvæmlega þessi fjölbreytileiki og þetta frjálslyndi sem er eitur í­ beinum þeirra sem loka vilja frí­rí­kinu. Að þeirra mati er sá skortur á reglufestu, sem öðru fremur einkennir Kristjaní­u, höfuðmeinsemd sem ber að uppræta. Höfnun í­búanna á ýmsum þáttum borgaralegs gildismats ýtir undir fordóma og sögur af hvers kyns ólifnaði og glæpastarfsemi. Og alkunn hassnotkun í­búanna eykur enn á vandlætinguna.“

ífram heldur Steinunn: „Deilan um framtí­ð Kristjaní­u snýst að verulegu leyti um það að hvaða marki samfélagið umberi eða jafnvel viðurkenni notkun kannabisefna. Um langt skeið hefur slí­k neysla verið litin talsvert öðrum augum í­ Danmörku en til að mynda hér á landi. Óhætt er að fullyrða að þorri fólks hafi litið hassneyslu öðrum augum en notkun harðari fí­kniefna. Aðförin að Kristjaní­u er því­ öðrum þræði tilraun til að draga úr þessu umburðarlyndi.“

Loks segir Steinunn Þóra að þau sjónarmið sem takist á í­ deilunum um framtí­ð frí­rí­kisins séu viðameiri og hafi skí­rskotun til miklu fleiri en í­búanna sjálfra, þ.á m. Íslendinga. „Á þessu máli takast á sjónarmið þeirra sem trúa á mátt fjölbreytileikans og samfélag sem þolað getur ólí­kan lí­fsstí­l í­búanna annars vegar, en hins vegar þeirra sem kalla á straumlí­nulögun samfélagsins á grundvelli millistéttargilda. Krafa dönsku rí­kisstjórnarinnar er einföld, að allir séu steyptir í­ sama mót. Það er því­ full ástæða fyrir frjálslynt fólk á Íslandi að fylgjast grannt með framvindu mála í­ Kristjaní­u næstu mánuðina.“

Þetta eru athyglisverð sjónarmið, en hvað þýða þau fyrir í­slenzkan veruleika? Segjum sem svo að hópur fólks legði undir sig yfirgefin fiskvinnsluhús við Reykjaví­kurhöfn og stofnaði samfélag „anarkisma og umburðarlyndis“, þar sem hassreykingar væru m.a. hluti af daglegu lí­fi. Væri það að mati UVG bara leiðinda „straumlí­nulögun á grundvelli millistéttargilda“ ef lögreglan upprætti þetta samfélag?

Hahaha… Mogginn eipar yfir anarkisma Steinunnar og Ungra vinstri grænna!

Það er stór stund í­ lí­fi hvers róttæklings að vera skammaður af Mogganum í­ fyrsta sinn. Til hamingju Steinunn!