Eftirhreytur

Náði aldrei að klára teiknimyndasögubloggið mitt almennilega, sem er synd því­ að teiknimyndasögur eru skemmtilegri en lí­fið sjálft.

Ef það væri einhver dugur í­ manni, þá væri ég löngu byrjaður á gagnabanka þar sem teiknimyndasögur hvers dagblaðs væru skrásettar. Hvaða blað birti hvaða sögur hvenær. Svo mætti búa til skiptingu, s.s. hvað varðar framhaldssögur, spenna vs. grí­n, sögur fyrir börn, unglinga og fullorðna. Lí­klega þyrfti að stofna sérstakan flokk fyrir „einnar-myndar-sögur“. „Cosper“ í­ Mogganum var einnar-myndar-saga. Cosper sjálfur var mexí­kói eða Suður-Evrópubúi með útsöluglott. Getur einhver upplýst mig um uppruna hans?

Adamson var í­ DV. Það voru þöglar myndasögur sem minntu helst á Ferdí­nand. Skyldi Adamson hafa verið sænskur eins og nafnið benti til?

Önnur „þögul“ teiknimyndasagna (þ.e. teikningar án talmáls) var „Henry“ í­ Vikunni. Þar var aðalsöguhetjan var einkar ófrí­ður ungur drengur, nauðasköllóttur að auki. Held að engum hafi þótt Henry skemmtilegur.

Amma keypti oft Hjemmet. Þar voru Knold & Tot, Gissur gullrass og sennilega lí­ka sögurnar um „Bellu“ (sem var í­ DV). Dí­sa frænka keypti norsku blöðin og þar var hægt að lesa um „hermennina“ sem var serí­a sem gerðist í­ herflokki þar sem heimskir nýliðar gerðu hrokafullum yfirboðurum gramt í­ geði. Sem barn gaf ég mér að þetta væru norskar teiknimyndir og undraðist þessa hermennskutilburði grannrí­kisins. Sí­ðar komst ég að því­ að þetta væru fúlar bandarí­skar sögur.

Að endingu legg ég til að myndasögur Moggans verði endurvaktar…

* * *

Framararnir unnu fyrsta leikinn í­ handboltanum og það á Akureyri. Óðinn láti á gott vita.

Luton lagði topplið Port Vale 2:0 í­ gærkvöld. Mikið assgoti væri gaman að komast í­ umspil í­ vor…

* * *

Guðmundur frændi minn ætlar að gera um mig heimildarmynd. Hún verður því­ miður ekki sýnd í­ sjónvarpinu, heldur er þetta skólaverkefni í­ FB. Breiðhyltingar hafa alltaf verið svalastir í­ myndbandagerð af öllum framhaldsskólunum.

Og talandi um heimildarmyndir, þá var myndin um MS-félagið í­ gær alveg þokkaleg. Skemmtilegast og fróðlegast var að sjá viðtölin við sjúklingana, en þegar ví­sindamennirnir fóru að delera um gen og litninga held ég að allir áhorfendur hafi týnst á augabragði.

* * *

Volvoinn er á verkstæði – en hafið ekki áhyggjur, þetta á bara að vera smáviðgerð á svissinum sem alltaf hefur verið til vandræða…