Gleðifregnir! Blái draumurinn er kominn í lag. Ég má ná í hann á eftir í Bílhúsið, sem tók að sér að laga startarann fyrir lítið fé.
Það var Palli sem mælti á sínum tíma með þessum bifvélavirkjum við mig, en áður hafði ég farið illa út úr viðskiptum við aðra aðila.
Ég hika ekki við að mæla með Bílhúsinu, Smiðjuvegi (rauðri götu), við hvern sem er. Þar er Volvo-þjónusta, en þeir taka á móti öllum öðrum druslum.
Nú er gaman að vera til!