Mastermind

Muna lesendur eftir Mastermind-spilinu? Það var pinnaleikur sem fólst í­ því­ að annar aðilinn stillti upp litaröð með fimm pinnum sem gátu hvers um sig verið í­ einhverjum sex mismunandi lita. Svo átti hinn að giska á réttu röðina og fékk að vita hversu marga hann væri kominn með rétta með svörtum og hví­tum pinnum. – Einhverra hluta vegna var þetta spil til á hverju heimili.

Utan á kassa spilsins var mynd af ákaflega greindarlegum, skeggjuðum manni sem sat í­ djúpum leðurstól. Minnti helst á illmenni í­ James Bond-mynd. Við hlið hans var foxý austurlensk kona í­ hví­tum kjól. Man ekki hvort karlinn hélt á persneskum ketti.

Er allt til á netinu? Nennir einhver tölvunördinn að finna þessa mynd og senda tengilinn í­ athugasemdakerfið? Þetta er akkúratt verkefni fyrir Kristbjörn, Gneistann eða Palla.