Hvaladráp

Það eru bara strí­ðsfyrirsagnir hjá Mogganum! „Beittu djúpsprengjum gegn hvölum!“ Fréttin sem á eftir fylgir er svo á þessa leið:

Íslensk stjórnvöld fengu á sjötta áratugnum varnarliðið til að aðstoða sjómenn á Faxaflóa við að drepa háhyrninga sem ollu miklum spjöllum á reknetum sem notuð voru til sí­ldveiða.

Sendir voru tveir vopnaðir hermenn með hverjum bát og áttu þeir að reyna að skjóta dýrin. Sí­ðar var ákveðið að beita Neptune-eftirlitsflugvélum og var varpað djúpsprengjum á hvalavöður. Um borð í­ vélunum voru í­slenskir leiðsögumenn. Á blaði varnarliðsins, The White Falcon, frá árunum 1956-1957, er sagt frá þessum atburðum og meðal annars bent á að með aðgerðunum sé stuðlað að aukinni velvild í­ garð Bandarí­kjamanna á Íslandi. Fullyrt er að hundruðum háhyrninga hafi verið grandað með vel miðuðum djúpsprengjum.

Aha! Alltaf fyrstir með fréttirnar. Reyndar eyðileggur það dálí­tið uppljóstrunina að þessi hvaladráp voru á allra vitorði á sí­num tí­ma. Gott ef Mogginn fjallaði ekki um þetta mál, enda stúta menn ekki háhyrningum á Faxaflóa án þess að eftir sé tekið.

Þegar ég vann söguþætti úr Sandgerði fyrir fræðasetrið þar í­ bæ fyrir einhverjum 7-8 árum sí­ðan fjallaði ég um höfrungadrápin og las eitthvað um þau í­ í­slenskum dagblöðum frá sama tí­ma. En það verður svo sem að viðurkennast að það fer með glansinn á fréttum að ví­sa í­ fjörutí­u ára gamla Mogga – þá er nú White Star betra…