Jæja gott fólk. Þá er komið að þungu teiknimyndasögugetrauninni. Gefin verða stig eftir geðþótta fyrir þá sem ná að svara rétt, skemmtilega eða skjóta inn besserwissum. Spurt er út úr teiknimyndasögum í dagblöðum fyrr á árum. Svör berist í athugasemdakerfið hér að neðan. Ekki er nauðsynlegt að svara öllum spurningunum eða senda öll svörin inn í einu. Að jafnaði fær einungis fyrsti sendandi stig og færri stig fást fyrir að giska margsinnis.
1. Einhverjar fyrstu teiknimyndasögurnar sem birtust í Þjóðviljanum voru um „Kalla klunna“. Undir hvaða nafni er sú persóna betur þekkt í dag?
2. Hvað hétu knattspyrnuteiknimyndasögurnar sem birtust í Vísi og síðar DV?
3. Frægar erlendar teiknimyndasögur birtust um skeið í íslensku blaði undir heitinu „Aggi“ – hvað nefndust þær á frummálinu?
4. Hversu mörg börn eiga Lísa og Láki í samnefndum teiknimyndasögum?
5. Hvað nefndist sjóræninginn með leppinn í langlífri teiknimyndaræmu í Vísi og síðar DV?
6. Á lokaskeiði Vísis birti blaðið framhaldsteiknimyndasögu sem birtist vikulega upp á eina síðu í hvert skipti. Á sögunni var fylgst með lífi og störfum einnar fjölskyldu, hvað nefndist hún?
7. Teiknimyndasagan um indíánafjölskyldu í Ameríku og kjánaleg uppátæki hennar varð langlíf í íslesnkum dagblöðum. Hún birtist undir tveimur nöfnum – hverjum?
8. Á fyrstu blöðum DV voru þrjár teiknimyndasögur sem voru einungis einn myndarammi hver. Hverjar voru þær?
Og giskiði nú…
* * *
Misheppnaða nýyrði dagsins:
írið 1981 var orðið „Svuntuþeysir“ kynnt til sögunnar. Hvað skyldi það hafa átt að merkja?