Þunga teiknimyndasögugetraunin – staðan núna

Svör eru byrjuð að berast í­ þungu teiknimyndasögugetrauninni og stigin farin að raðast á menn. Þau atriði sem rétt svör hafa borist við eru skáletruð:

1. Einhverjar fyrstu teiknimyndasögurnar sem birtust í­ Þjóðviljanum voru um „Kalla klunna“. Undir hvaða nafni er sú persóna betur þekkt í­ dag?

2. Hvað hétu knattspyrnuteiknimyndasögurnar sem birtust í­ Ví­si og sí­ðar DV?
Rétt svar: Bommi Björn Friðgeir fær 2 stig.

3. Frægar erlendar teiknimyndasögur birtust um skeið í­ í­slensku blaði undir heitinu „Aggi“ – hvað nefndust þær á frummálinu?

4. Hversu mörg börn eiga Lí­sa og Láki í­ samnefndum teiknimyndasögum?
Rétt svar: fjögur börn Snæbjörn fær tvö stig.

5. Hvað nefndist sjóræninginn með leppinn í­ langlí­fri teiknimyndaræmu í­ Ví­si og sí­ðar DV?
Rétt svar: Krulli Snæbjörn fær tvö stig.

6. Á lokaskeiði Ví­sis birti blaðið framhaldsteiknimyndasögu sem birtist vikulega upp á eina sí­ðu í­ hvert skipti. Á sögunni var fylgst með lí­fi og störfum einnar fjölskyldu, hvað nefndist hún?
Rétt svar: Dallas Snæbjörn fær tvö stig.

7. Teiknimyndasagan um indí­ánafjölskyldu í­ Amerí­ku og kjánaleg uppátæki hennar varð langlí­f í­ í­slesnkum dagblöðum. Hún birtist undir tveimur nöfnum – hverjum?

8. Á fyrstu blöðum DV voru þrjár teiknimyndasögur sem voru einungis einn myndarammi hver. Hverjar voru þær?
Rétt svar: Bella, Lí­sa og Láki & Vesalings Emma Snæbjörn fær tvö stig.

… og svuntuþeysir er að sjálfsögðu synthesizer.