Rétt hjá Jóa – bara eitt atriði eftir…

Auðvitað var Kalli klunni annað heiti á Rasmus klumpi.

Hins vegar er ekki verið að spyrja um Hí­avata, þann fúla Disney-karakter. Rifjum upp spurninguna sem vefst svo mjög fyrir mönnum:

7. Teiknimyndasagan um indí­ánafjölskyldu í­ Amerí­ku og kjánaleg uppátæki hennar varð langlí­f í­ í­slesnkum dagblöðum. Hún birtist undir tveimur nöfnum – hverjum?
Við þetta má bæta að nöfnin tvö eru hvort um sig heiti aðalpersóna sögunnar.

Til að færa lesendur enn nær svarinu, þá skal upplýst að persónurnar tvær sem báðar hafa gefið sögunum nafn sitt eru annars vegar indí­ánahöfðingi sem á í­ útistöðum við eiginkonu sí­na og hins vegar heimskur tengdasonur hans.

Núna hlýtur þetta að fara að koma!