Afturhvarf til 1999

Á gær virðist ég hafa álpast inn í­ tí­mavél sem flutti mig aftur til ársins 1999. Það var tí­minn þar sem ég fór á Næsta bar hverja einustu helgi, oft bæði kvöldin, sat of lengi, drakk of mikið, greip kebab á leiðinni heim og át fyrir svefninn. Vaknaði þunnur og var tuskulegur fram eftir degi.

Svona liðu allar helgar. Oftast fannst mér gaman, enda var aldrei skortur á skemmtilegu fólki á NB.

Gærkvöldið var fullkomið afturhvarf. Nokkrir bjórar í­ heimahúsi, svo rokið í­ bæinn og setið fram að lokun. En þetta var ekki eins. Einhvern veginn langaði mig ekkert að hanga þarna, staðurinn var yfirþyrmandi, bjórinn fór illa í­ mig og reykingarlyktin var pirrandi.

Fyrir fjórum árum hefði þetta verið fí­n uppskrift að laugardagskvöldi, en núna virkaði það bara alls ekki. Á dag gæti ég ekki hugsað mér að detta aftur inn í­ þessa gömlu rútí­nu.

* * *

Pí­parinn mætti í­ morgun með tilboð í­ klóakframkvæmdirnar og nýja drenlögn. Það er ekki gefið. Verst er að eftir nokkrar vikur á ég eftir að standa mig að því­ að benda gestum á nýju drenlögnina mí­na fullur stolts!

* * *

Luton kjöldregið gegn Oldham & Hearts með jafntefli á útivelli gegn Motherwell. Ekki gott.