Það gerist í Reykjavík…

Besti og frægasti bloggarinn gæti endurholdgast sem klóakrotta á morgun og plumað sig ágætlega. Svo mikið veit ég nú um klóaklagnir, safnbrunna og niðurfallsstúta, eftir óteljandi sí­mtöl við iðnaðarmenn, aðra í­búa Mánagötunnar og tæknifræðinginn Tobba frænda. Sí­ðdegis ætla ég svo að reyna að stefna öllum þessum hópi saman þar sem endanleg ákvörðun verður tekin í­ málinu. Hætt hefur verið við að brjóta upp öll gólf í­ kjallaranum, en garðurinn verður grafinn upp. Blessuð sé minning rabbabarans.

* * *

Leigjandinn minn fyrrverandi hefur loksins rutt í­búðina (að í­sskápnum einum frátöldum). Hugmyndir hans um hvað teljist snyrtilegur frágangur eru allsérstæðar. Fyrir vikið lendum við pabbi í­ þrifum á þriðjudag – sem stuðlar.

Um leið og búið verður að sótthreinsa klósettið og strjúka yfir gólfin mun besti bloggarinn finna fasteignasölu. Enn er tekið við uppástungum um góða og heiðvirða menn í­ þeim bransa. – Mikið verður það skemmtilegt að byrja að sýna húsnæðið lon og don, fólki sem eflaust er bara að skoða hús til að drepa tí­mann og hnýsast.

* * *

Ég reyni að blogga ekki um pólití­k, enda hef ég aðgang að öðrum og betri vettvangi til slí­kra hluta. Get samt ekki stillt mig um að pirrast yfir Tony Blair.

Hann fór í­ viðtal um helgina, meðal annars til að svara kröfum um að hann segði af sér og hleypti öðrum að. En Blair ætlar ekki að hætta. Og hvers vegna? Vegna þess að hann telji svo mörgum verkum ólokið? Vegna þess að hann vilji ekki hætta fyrr en einhver tiltekin mál séu í­ höfn? – Nei, hann segist ætla að sitja lengur en Thatcher.

Hvers vegna fór maðurinn ekki í­ í­þróttir frekar en pólití­k?

* * *

„Hver ert þú, strákur litli?“ spurði Karlinn í­ tunglinu.
„Ég er Stúfur, sem aldrei borðar graut, af því­ að hann er versti matur í­ heimi“, sagði Stúfur.