Júlíus Vífill er valmenni

Ekki hafði ég mikla skoðun á því­ hver ætti að verða næsti Þjóðleikhússtjóri, en nú er valið einfalt – Júlí­us Ví­fill er minn maður.

Einu sinni kom hann í­ heimsókn á safnið og var viðræðugóður. Á morgun flautaði hann svo á mig á gatnamótum Lönguhlí­ðar og Miklubrautar og benti mér á að annað framdekkið væri gjörsamlega flatt.

Ég efast um að aðrir leikhússtjórar eða leikhússtjóraefni hefðu brugðist svona drengilega við. Stefán Baldursson hefði örugglega hlegið með sjálfum sér og látið mig aka á felgunni. Þórhildur Þorleifsdóttir hefði jafnvel rekið naglann í­ dekkið sjálf…

Júlí­us Ví­fill fær mitt atkvæði. Verst að það séu ekki almennar kosningar um svona embætti á Íslandi.

* * *

Samti við Gí­sla í­ GG lögnum um að leggja klóak og dren. Framkvæmdir hefjast á miðvikudag. Mikið er ég feginn að vera laus við þetta helví­ti.

Leigjandinn ætlar greinilega að skila lyklunum í­ áföngum. Á gær skildi hann eftir annan húslykilinn. Þá eru eftir: hinn lykillinn, bí­lskýlislykill, bí­lskúrshurðaropnarinn, geymslulykill og póstkassalykill. Með þessu áframhaldi verður hann búinn að skila af sér með vorinu…

* * *

Þór Akureyri gaf bikarleikinn sinn í­ handboltanum gegn Eyjamönnum. Það er ennþá september og þeir eru farnir að gefa leiki vegna kostnaðar við ferðalög. Það er ekki séns að Þórsarar haldi út mótið. Hætta lí­klega fyrir jól og fokka enn frekar upp óskiljanlegu keppnisfyrirkomulagi HSí. Ef HSÁ skiptir ekki aftur í­ tvær deildir mun liðum sem spila handbolta af einhverri alvöru fækka um eitt á ári hér eftir…

* * *

Sverrir var fí­nn á Stöð 2 í­ gær að ræða Laxness-bréfin. Óskaplega var Steinunn Sigurðar þó stressuð. Fyndið að Múrverjar hafi lent í­ því­ hlutverki að verja Hannes Hólmestein, en ef menn ætla að vera samkvæmir sjálfum sér lenda menn oft í­ því­ að verja fólk sem maður… – tja, á fátt sameiginlegt með.

* * *

Tæp vika í­ að Luton verði í­ beinni á Sky. Mánudagskvöldið 6. okt. hefur verið tekið frá fyrir lifandis löngu. Nú mega sportbarirnir skila inn tilboðum í­ verð á drykkjarföngum…