Kvefaður, með hitavellu og hósta. Á sjálfu sér ekkert stórmál og í gamla daga hefði maður aldrei látið sér koma til hugar að leggjast í bælið út af svona smámunum. En eftir að besti og frægasti bloggarinn fór að kenna börnum eðlisfræði í Rafheimum breyttist staðan töluvert. Það er nefnilega ömurlegt að reyna að kenna …
Monthly Archives: september 2003
Hvað á skrímslið að heita?
Orkuveitan kallar eftir uppástungum starfsmanna sinna að nöfnum á einstaka hluta helstirnisins. Vestur- og austurálman, húsið með aðstöðu fyrir vinnuflokka og þrír salir – allt er undir. Á verðlaun eru væntanlega risarækjur og kúbikmetri af heitu vatni. Lesendum þessarar síðu er því meira en velkomið að senda snjallar uppástungur, sem ég get stolið og gert …
Bögg
Óskaplega getur verið leiðinlegt að þurfa að snattast í sumum málum. Síðustu daga hef ég þurft að vesenast vegna tveggja íbúða. Annars vegar íbúðarinnar minnar á Hverfisgötunni (sem ég leigi út) og hins vegar vegna Mánagötunnar. Hvað síðari íbúðina varðar er komið upp rottuvandamál í húsinu, sem þýðir að eitthvað þarf að gera varðandi klóakið. …
Rómantíkin eyðilögð
Tilgangur sagnfræðinga er að skemmileggja alla rómantík og spilla góðum sögum með því að megna þær staðreyndum. Næstbesti bloggarinn ræðir í dag Steinkudys og segir: Mig grunar að ég ein viti hvar Steinkudys er á Skólavörðuholti. Hún er undir íbúðarhúsi. Annars skiptir það ekki máli því þessi dagur er ónýtur. Á kjölfar þessarar yfirlýsingar hafa …
7. strik ? stutta strikið
Það er hálfgert antíklímax að rekja atburði sjöunda og síðasta dags ferðalagsins eftir hina atburðaríku fyrri daga. Stefán og Steinunn vakna klukkan átta. Klára að pakka og koma sér svo af Hótel Ljóni. íður en lagt er af stað er einungis eitt atriði á verkefnalistanum – kaupa Carlsberg stout fyrir föður besta bloggarans. Heilbrigðisfulltrúinn Páll …
6. strik (seinni hluti) ? Ítalskur sjarmör og alvöru bíó
(Framhald frá síðustu færslu) Steinunn og Stefán sleppa naumlega inn á einn af betri smörrebröd-stöðum borgarinnar áður en hætt er að afgreiða frokost. Engin verðlaun í boði fyrir að giska á hvað Steinunn velur sér. – Þeir hljóta að blanda einhverju ávanabindandi út í lifrarkæfuna… Stefán étur síld sem veitingastaðurinn tekur sérstaklega fram að sé …
Continue reading „6. strik (seinni hluti) ? Ítalskur sjarmör og alvöru bíó“
6. strik (fyrri hluti) ? Blessað dópið
Stefán grætur ekki oft. Hann var einfaldlega ekki alinn upp við þann skæluskjóðukúltur að karlmenn grétu í tíma og ótíma. Miklu betra að þeir beri harm sinn í hljóði og leiti á náðir áfengis og óhóflegar yfirvinnu. Auðvitað hefur Stefán stundum grátið. Hann getur til dæmis viðurkennt í þennan hóp að þegar Framararnir gerðu jafnteflið …
5. strik ? Óáran mikil
Stefán og Steinunn vakna seint miðvikudagsmorguninn þriðja september. Kvöldið áður hafði Steinunn verið með harðsperrur eftir maraþongöngur um stræti stórborgarinnar. Hún stekkur stálsleginn á fætur, besti bloggarinn er hins vegar hálflerkaður. Það er þó bara byrjunin… Markmið dagsins er fyrst og fremst eitt. Að heimsækja Experimentarium í Hellerup, með það að markmiði að reyna að …
4. strik ? Hámenning á Arnarnesinu
Steinunn og Stefán vakna snemma og full tilhlökkunar, þriðjudagsmorguninn annan september. Á dag skal stefnan tekin á hámenningu fyrir utan bæinn, nánar tiltekið á Louisiana-listasafnið í Humlebæk. Louisiana er eitt af merkilegri nútímalistasöfnum í Evrópu, en er að því leyti óvenjulegt að það er ekki í alfaraleið. Humlebæk er sannkölluð suburbia, minnir helst á Arnarnesið, …
3. strik ? vinnudagur í borginni
Stefán og Steinunn vakna fyrir allar aldir að morgni mánudagsins 1. september, enda stíf dagskrá fyrir höndum. Safnverðir mega aldrei sofna á verðinum og Stefán hefur boðað komu sína á Vand- og energiværkstedet, sem er bráðskemmtilegt fræðslusetur á vegum Vatnveitu Kaupmannahafnar og orkufyrirtækja á svæðinu. Þegar ferðalangarnir íslensku mæta á svæðið er hópur skólakrakka, 6-7 …