Hvað á skrímslið að heita?

Orkuveitan kallar eftir uppástungum starfsmanna sinna að nöfnum á einstaka hluta helstirnisins. Vestur- og austurálman, húsið með aðstöðu fyrir vinnuflokka og þrí­r salir – allt er undir. Á verðlaun eru væntanlega risarækjur og kúbikmetri af heitu vatni. Lesendum þessarar sí­ðu er því­ meira en velkomið að senda snjallar uppástungur, sem ég get stolið og gert …

Bögg

Óskaplega getur verið leiðinlegt að þurfa að snattast í­ sumum málum. Sí­ðustu daga hef ég þurft að vesenast vegna tveggja í­búða. Annars vegar í­búðarinnar minnar á Hverfisgötunni (sem ég leigi út) og hins vegar vegna Mánagötunnar. Hvað sí­ðari í­búðina varðar er komið upp rottuvandamál í­ húsinu, sem þýðir að eitthvað þarf að gera varðandi klóakið. …

Rómantíkin eyðilögð

Tilgangur sagnfræðinga er að skemmileggja alla rómantí­k og spilla góðum sögum með því­ að megna þær staðreyndum. Næstbesti bloggarinn ræðir í­ dag Steinkudys og segir: Mig grunar að ég ein viti hvar Steinkudys er á Skólavörðuholti. Hún er undir í­búðarhúsi. Annars skiptir það ekki máli því­ þessi dagur er ónýtur. Á kjölfar þessarar yfirlýsingar hafa …

7. strik ? stutta strikið

Það er hálfgert antí­klí­max að rekja atburði sjöunda og sí­ðasta dags ferðalagsins eftir hina atburðarí­ku fyrri daga. Stefán og Steinunn vakna klukkan átta. Klára að pakka og koma sér svo af Hótel Ljóni. íður en lagt er af stað er einungis eitt atriði á verkefnalistanum – kaupa Carlsberg stout fyrir föður besta bloggarans. Heilbrigðisfulltrúinn Páll …

6. strik (seinni hluti) ? Ítalskur sjarmör og alvöru bíó

(Framhald frá sí­ðustu færslu) Steinunn og Stefán sleppa naumlega inn á einn af betri smörrebröd-stöðum borgarinnar áður en hætt er að afgreiða frokost. Engin verðlaun í­ boði fyrir að giska á hvað Steinunn velur sér. – Þeir hljóta að blanda einhverju ávanabindandi út í­ lifrarkæfuna… Stefán étur sí­ld sem veitingastaðurinn tekur sérstaklega fram að sé …

6. strik (fyrri hluti) ? Blessað dópið

Stefán grætur ekki oft. Hann var einfaldlega ekki alinn upp við þann skæluskjóðukúltur að karlmenn grétu í­ tí­ma og ótí­ma. Miklu betra að þeir beri harm sinn í­ hljóði og leiti á náðir áfengis og óhóflegar yfirvinnu. Auðvitað hefur Stefán stundum grátið. Hann getur til dæmis viðurkennt í­ þennan hóp að þegar Framararnir gerðu jafnteflið …

5. strik ? Óáran mikil

Stefán og Steinunn vakna seint miðvikudagsmorguninn þriðja september. Kvöldið áður hafði Steinunn verið með harðsperrur eftir maraþongöngur um stræti stórborgarinnar. Hún stekkur stálsleginn á fætur, besti bloggarinn er hins vegar hálflerkaður. Það er þó bara byrjunin… Markmið dagsins er fyrst og fremst eitt. Að heimsækja Experimentarium í­ Hellerup, með það að markmiði að reyna að …

4. strik ? Hámenning á Arnarnesinu

Steinunn og Stefán vakna snemma og full tilhlökkunar, þriðjudagsmorguninn annan september. Á dag skal stefnan tekin á hámenningu fyrir utan bæinn, nánar tiltekið á Louisiana-listasafnið í­ Humlebæk. Louisiana er eitt af merkilegri nútí­malistasöfnum í­ Evrópu, en er að því­ leyti óvenjulegt að það er ekki í­ alfaraleið. Humlebæk er sannkölluð suburbia, minnir helst á Arnarnesið, …

3. strik ? vinnudagur í borginni

Stefán og Steinunn vakna fyrir allar aldir að morgni mánudagsins 1. september, enda stí­f dagskrá fyrir höndum. Safnverðir mega aldrei sofna á verðinum og Stefán hefur boðað komu sí­na á Vand- og energiværkstedet, sem er bráðskemmtilegt fræðslusetur á vegum Vatnveitu Kaupmannahafnar og orkufyrirtækja á svæðinu. Þegar ferðalangarnir í­slensku mæta á svæðið er hópur skólakrakka, 6-7 …