2. strik ? fríríkið heimsótt

Lútherskur átrúnaður leysti kaþólskuna af hólmi í­ Danaveldi um miðja sextándu öld, en páfinn hefur sí­nar leiðir til hefnda. Það kom í­ ljós að morgni annars dags ferðalagsins, sunnudaginn 31. ágúst, þegar kirkjuklukkur fóru að hringja eins og márarnir væru komnir að borgarhliðinu. Ein af kaþólsku kirkjum borgarinnar reyndist vera beint fyrir utan gluggann okkar. …

1. strik ? haldið út í heim

Klukkan fimm að morgni, laugardaginn þrí­tugasta ágúst, skrí­ða Steinunn og Stefán framúr og búa sig undir ferðalagið mikla. Kvöldið áður höfðu bæði tí­nt til vegabréfin sí­n, sem verður að endurnýja á næsta ári. Á passamyndinni sinni er Stefán tiltölulega grannur ungur MR-ingur með velsnyrtar krullur. Steinunn er pattaralegur MH-ingur í­ hippafötum. Fljótt á litið má …

Kominn aftur…

Besti og frægasti bloggarinn er snúinn aftur eftir vikudvöl í­ höfuðborg danska konungsrí­kisins. Nú er sá besti og frægasti enginn Huldar Breiðfjörð eða Markó Póló, en ætti samt að geta klambrað saman ferðasögu. Á næstunni mun því­ birtast á þessum vettvangi „Ferðasaga Stebba og Steinunnar í­ sjö strikum“. (Þeir sem kveikja á ví­suninni í­ titlinum …