Rosebud

Flutti erindi á vegum Karlaklúbbs Femí­nistafélagsins í­ gær. Þar töluðu auk mí­n: Ómar Ragnarsson, Einar Már Guðmundsson, Jón Gnarr og Arnar Eggert Thoroddsen. Við Arnar Eggert höfðum farið í­ spjall hjá Lí­su Páls á Ras 2 fyrr um daginn og áðan vorum við Einar Már hjá Ævari Kjartanssyni á Rás 1. Samkoman var fí­n. Fullt …

Tölvuspil

Ó hvað það væri gaman að eiga tölvuspil núna. Það voru miklu skemmtilegri leikföng en hinir fúlu geim-bojar. Ég átti þó aldrei nema tvö tölvuspil. Annars vegar var klassí­skt mario bros-spil, sem var tví­skipt (opnaðist eins og bók) og gekk út á að færa kassa með flöskum milli færibanda. Svakalega var ég orðinn flinkur í­ …

Hver þekkir Hveragerði (eða Selfoss)?

Neyðarkall! Er einhver lesandi þessarar sí­ðu sem þekkir til í­ Hveragerði (Selfoss til vara)? Ef svo er, þarf ég að fá svar við brýnni spurningu: Hefur annar hvor þessara staða yfir að búa sportbar – eða einhvers konar knæpu sem sýnir fótboltaleiki af Sky? Fjandakornið – Selfyssingar hljóta í­ það minnsta að eiga svona stað …

Fjölmiðlagúrúið

Merkilegt hvað fjölmiðlaviðtöl og – umfjöllun kemur í­ kippum. Stundum vilja fjölmiðlar ekkert við mann tala svo vikum skiptir – sama hvað maður reynir að vekja athygli þeirra á málum með fréttatilkynningum og öðrum leiðum. Svo koma þeir tí­mar þegar maður þarf hreinlega að berja þá af sér. Sí­ðustu dagar hafa verið þannig. Á laugardag …

Helvítið hann Guðmundur…

Erindið á ráðstefnunni í­ Ráðhúsinu tókst vel. Guðmundur Steingrí­msson talaði næstur á undan mér og mér krossbrá þegar hann lagði út af sömu sögu og ég ætlaði að nota – smásögu Borges af kortagerðarmanninum sem útbjó kort í­ mælikvarðanum einn á móti einum. Sem betur fer hafði ég hugsað mér að byrja á tveimur punktum …

Mótmælandi Íslands

Fórum á frumsýninguna á myndinni um Helga Hóseasson í­ gær. Fí­n mynd. Manneskjuleg og datt aldrei í­ þá gryfju að sýna karlinn sem einhvern brandara og gera bara grí­n. Stemningin var samt ekki ólí­k því­ þegar Siggi Sigurjóns leikur alvarlegt hlutverk í­ Þjóðleikhúsinu. Fyrstu 2-3 skiptin sem hann opnar munninn fer hálfur salurinn að flissa, …

Konan mín…

Úff, þessir sí­ðustu dagar hafa verið erfiðir. Ofan á allt vafstrið í­ kringum iðnaðarmennina (sem eru að ljúka störfum og skila helví­ti fí­nu verki) hefur bæst grí­ðarlega tí­mafrekt félagsmálavafstur. Það verður mikill léttir þegar aðalfundur herstöðvaandstæðinga klárast á laugardaginn. Ég verð alltaf dálí­tið hræddur um Steinunni þegar svona tarnir skella á – að hún ofreyni …