Flutti erindi á vegum Karlaklúbbs Femínistafélagsins í gær. Þar töluðu auk mín: Ómar Ragnarsson, Einar Már Guðmundsson, Jón Gnarr og Arnar Eggert Thoroddsen. Við Arnar Eggert höfðum farið í spjall hjá Lísu Páls á Ras 2 fyrr um daginn og áðan vorum við Einar Már hjá Ævari Kjartanssyni á Rás 1. Samkoman var fín. Fullt …
Monthly Archives: október 2003
Tölvuspil
Ó hvað það væri gaman að eiga tölvuspil núna. Það voru miklu skemmtilegri leikföng en hinir fúlu geim-bojar. Ég átti þó aldrei nema tvö tölvuspil. Annars vegar var klassískt mario bros-spil, sem var tvískipt (opnaðist eins og bók) og gekk út á að færa kassa með flöskum milli færibanda. Svakalega var ég orðinn flinkur í …
HM Café?
Mælt er með HM Café á Selfossi sem mögulegum sportbar. En hefur einhver símanúmer á þeim ágæta stað? Ekki simaskra.is a.m.k.
Hver þekkir Hveragerði (eða Selfoss)?
Neyðarkall! Er einhver lesandi þessarar síðu sem þekkir til í Hveragerði (Selfoss til vara)? Ef svo er, þarf ég að fá svar við brýnni spurningu: Hefur annar hvor þessara staða yfir að búa sportbar – eða einhvers konar knæpu sem sýnir fótboltaleiki af Sky? Fjandakornið – Selfyssingar hljóta í það minnsta að eiga svona stað …
Adlai Stevenson…
…er væntanlega svarið við spurningu dagsins hjá Sverri. Alltaf finnst mér samt ómarkvisst hjá mönnum að efna til spurningaleikja sem ekki hafa athugasemdakerfi.
Fjölmiðlagúrúið
Merkilegt hvað fjölmiðlaviðtöl og – umfjöllun kemur í kippum. Stundum vilja fjölmiðlar ekkert við mann tala svo vikum skiptir – sama hvað maður reynir að vekja athygli þeirra á málum með fréttatilkynningum og öðrum leiðum. Svo koma þeir tímar þegar maður þarf hreinlega að berja þá af sér. Síðustu dagar hafa verið þannig. Á laugardag …
Stóllinn staðfasti
Á laugardaginn sá ég stól. Þetta var raunar ekki í fyrsta skipti sem ég skoða slíkan grip, en þessi stóll var afar sérstakur. Stóllinn var að Vesturgötu 7, í húsi félagsmiðstöðvar aldraðra og stóð úti á gangi. Sú staðsetning var þó engin tilviljun, enda var búið að líma á stólbakið miða með áletruninni: „Þessi stóll …
Helvítið hann Guðmundur…
Erindið á ráðstefnunni í Ráðhúsinu tókst vel. Guðmundur Steingrímsson talaði næstur á undan mér og mér krossbrá þegar hann lagði út af sömu sögu og ég ætlaði að nota – smásögu Borges af kortagerðarmanninum sem útbjó kort í mælikvarðanum einn á móti einum. Sem betur fer hafði ég hugsað mér að byrja á tveimur punktum …
Mótmælandi Íslands
Fórum á frumsýninguna á myndinni um Helga Hóseasson í gær. Fín mynd. Manneskjuleg og datt aldrei í þá gryfju að sýna karlinn sem einhvern brandara og gera bara grín. Stemningin var samt ekki ólík því þegar Siggi Sigurjóns leikur alvarlegt hlutverk í Þjóðleikhúsinu. Fyrstu 2-3 skiptin sem hann opnar munninn fer hálfur salurinn að flissa, …
Konan mín…
Úff, þessir síðustu dagar hafa verið erfiðir. Ofan á allt vafstrið í kringum iðnaðarmennina (sem eru að ljúka störfum og skila helvíti fínu verki) hefur bæst gríðarlega tímafrekt félagsmálavafstur. Það verður mikill léttir þegar aðalfundur herstöðvaandstæðinga klárast á laugardaginn. Ég verð alltaf dálítið hræddur um Steinunni þegar svona tarnir skella á – að hún ofreyni …