Norðmenn eru klikk

Luton og Tranmere mætast í­ beinni útsendingu á Sky á mánudagskvöld eins og fram hefur komið á þessari sí­ðu.

Að þessu tilefni hefur stuðningsmannaklúbbur Luton í­ Noregi ákveðið að safnast saman á bar í­ Osló. Þangað mæta á fjórða tug Luton-manna, sem sumir hverjir koma alla leið frá Tromsö – það er þriggja tí­ma flug…

Eru einhverjir Luton-menn á Akureyri sem nenna að skjótast suður til að horfa á leikinn með mér?

* * *

Á dag er ég pirraður. Tel mig hafa fyllstu ástæðu til að vera pirraður, enda þoli ég það ekki þegar logið er að mér. Ef menn geta ekki framkvæmt hlutina þá eiga þeir að viðurkenna það hreint út, en ekki lofa upp í­ ermina á sér. Urr…

* * *

Það er of mikið að gera. Októbermánuður verður kleppur. Fokk, af hverju gerist þetta á hverju einasta ári?

Og svo er ég lí­ka svangur.

* * *

Nú les ég sjaldan skáldsögur og enn sjaldnar ævisögur. Hvaða lí­kur eru þá á því­ að ég nenni að lesa ævisögu manns sem einkum samdi skáldsögur? Ekki botna ég í­ öllum þessum látum.

* * *

Reyndi að setja mig inn í­ þennan „slag“ milli Atla og Bolla, en fattaði þá að ég hef ekki hugmynd um það hver er formaður Heimdallar núna. Man að Björgvin Guðmundsson var einu sinni formaður og ætli Ingvi Hrafn hafi ekki verið það lí­ka? Svo voru einu sinni Gulli og Jónas að berjast – en ætli það hafi ekki verið í­ SUS?

Hvernig GETUR það verið fréttnæmt hvaða grí­slingur stýrir Heimdalli? Efast um að mæðrum þeirra Atla og Bolla finnist þessar kosningar í­ raun skipta máli, hvað þá öðru fólki – nema jú blaðamönnum Moggans.