Konan mín…

Úff, þessir sí­ðustu dagar hafa verið erfiðir. Ofan á allt vafstrið í­ kringum iðnaðarmennina (sem eru að ljúka störfum og skila helví­ti fí­nu verki) hefur bæst grí­ðarlega tí­mafrekt félagsmálavafstur. Það verður mikill léttir þegar aðalfundur herstöðvaandstæðinga klárast á laugardaginn.

Ég verð alltaf dálí­tið hræddur um Steinunni þegar svona tarnir skella á – að hún ofreyni sig og fá það rækilega í­ hausinn. Ekki bætir úr skák að hún er að taka að sér margví­sleg ný verkefni, bæði í­ pólití­kinni og á vettvangi ÖBÁ fyrir MS-félagið.

Það er enginn hörgull á bæklingum, bókum og heimasí­ðum sem reyna að fræða fólk – bæði sjúklinga og aðstandendur – um MS. Samt lærir maður ekki inn á þennan sjúkdóm nema með reynslunni. Stundum er sagt að sjúklingarnir séu tí­u ár að læra almennilega að lifa með þessu. Ekki veit ég þá hvað það tekur fjölskyldurnar langan tí­ma.

Til að byrja með vissi ég ekki neitt. Ég hélt, eins og lí­klega flestir, að MS væri einhvers konar hrörnunarsjúkdómur, sem að endingu setti flesta í­ hjólastólinn. Það er ekki þannig.

Fyrsta reglan varðandi MS er að það eru engar reglur. Sumir fá eitt kast og kenna sér varla meins það sem eftir er. Aðrir fá stöðugt ný áföll og eftir því­ sem þeim fjölgar verður erfiðara að rí­fa sig upp aftur. Köstin geta gengið til baka. Manneskja sem er í­ hjólastól núna getur verið komin á lappir eftir hálft ár. MS er ekki eitthvert fast ferli, hvað þá að leiðin liggi bara niður á við.

Þumalputtareglan fyrir fólk með MS er að ofreyna sig ekki. Að ganga ekki svo nærri sér að það komi einhverju slæmu af stað. Þegar lí­kaminn öskrar á hví­ld er eins gott að hlýða.

Þetta getur gerst skyndilega. Fólk getur verið í­ góðum gí­r fram eftir degi, en skyndilega þreyst grí­ðarlega upp úr kvöldmat. Við hin, sem erum vön því­ að þreytast hægt og bí­tandi eigum ákaflega erfitt með að skilja þetta. Fyrstu viðbrögðin verða því­ oft þau að taka ekki mark á því­.

Það er lí­klega þetta skilningsleysi sem er sárast fyrir fólk með „ósýnilega“ sjúkdóma. Ef manneskja með hækju kvartar undan þreytu eru allir fullir skilnings og samúðar. Öðru gildir um þann sem var í­ fullu fjöri klukkutí­ma fyrr.

Steinunn er hörkutól. Það þekkja þeir sem hafa kynnst henni. Þess vegna má fólk vita að þegar hún segist ekki geta eitthvað, þá er það alvara. Hún gerir það ekkert að gamni sí­nu að biðja fólk um að setjast inn á næsta pöbb, frekar en að ganga niður hálfan Laugaveginn á einhvern annan stað. Stundum þarf hún að fara á klósettið á tuttugu mí­nútna fresti og getur einfaldlega ekki fundað á stöðum þar sem ekki er aðgangur að klósetti – það er ekki tilætlunarsemi heldur hvimleiður veruleiki. Það kalla ekki allar fatlanir á að fólk gangi með hækjur.

Er hægt að segja frá því­ í­ bloggi að maður elski konuna sí­na án þess að finnast maður vera Bubbi Morthens?

* * *

Iðnaðarmennirnir hafa sem sagt að mestu lokið störfum. GG lagnir skila frábæru verki og frágangurinn er eins og best verður á kosið. Hvenær munu í­búar Mánagötu 24 laga lóðina? Hún var ekki merkileg fyrir, en grúsin í­ dreninu er ekki til að bæta ástandið. Sé ekki fram á að þurfa að slá blettinn næstu misserin…

* * *

Horfði á leik Manchester og Rangers á Vitabar ásamt Kolbeini Proppé í­ gær. Helví­tis Júnæted var ljónheppið að vinna. Ekki það að maður geti fengið sig til að halda með Rangers. Sorglegt enginn Skoti hafi verið í­ byrjunarliðinu hjá Rangers.