Helvítið hann Guðmundur…

Erindið á ráðstefnunni í­ Ráðhúsinu tókst vel. Guðmundur Steingrí­msson talaði næstur á undan mér og mér krossbrá þegar hann lagði út af sömu sögu og ég ætlaði að nota – smásögu Borges af kortagerðarmanninum sem útbjó kort í­ mælikvarðanum einn á móti einum.

Sem betur fer hafði ég hugsað mér að byrja á tveimur punktum – Borges annars vegar en brandara úr Black Adder í­ fyrri heimsstyrjöldinni hins vegar. Þannig gat ég sloppið fyrir horn og bjargað erindinu. – Slembilukka!

* * *

Landsráðstefna SHA gekk vel. Lí­st mjög vel á miðnefndina sem kjörin var og stemningin var fí­n á málþinginu. Afar sáttur við útkomuna. Finnst lí­ka gaman að sjá hvað Björn Bjarnason ergir sig yfir viðtalinu við mig í­ Fréttablaðinu. Gneistinn tekur vel á því­ máli á sinni sí­ðu.

* * *

Þóra systir er útskrifuð úr verkfræðinni. Fagna því­ allir góðir menn. Fí­nt partý. Góður matur, nóg af afgöngum í­ bröns í­ morgun.

* * *

Luton með jafntefli á heimavelli. Fram tapaði í­ handboltanum. Hearts með góðan sigur. Ekkert sérstök útkoma í­ heildina litið. Hvenær fæ ég nýja Luton-búninginn í­ pósti?