Óvígt sambúðarfólk

Jæja, þá erum við Steinunn loksins búin að hafa okkur í­ að skila inn tilkynningu til Þjóðskrár um óví­gða sambúð. Langt er þó sí­ðan ég flutti lögheimilið á Mánagötuna. Stelpan í­ afgreiðslunni sem tók á móti blaðinu gat lí­til svör veitt um það hvaða breytingar þessi gjörningur hefði í­ för með sér. ín þess að …

Aðalfundur SHA – fyrsta áminning

Þegar Samtök herstöðvaandstæðinga héldu nýliðafundinn á miðvikudaginn var, kvörtuðu nokkrir lesendur þessarar sí­ðu yfir að auglýsingarnar hefðu farið fram hjá þeim. Til að það endurtaki sig ekki ætla ég að plögga landsráðstefnuna í­ tí­ma. Hún verður sem sagt á laugardaginn kemur, í­ félagsheimili eldri borgara á Vesturgötu 7. Fyrir hádegi eru hefðbundin aðalfundarstörf – sem …

Þegar ein kýrin pissar…

Besti og frægasti bloggarinn hefur löngum verið talinn brautryðjandi. Það kemur þó nokkuð á óvart að uppgötva að ekki fyrr hafði í­búðin á Hringbrautinni verið sett á sölulista en nágrannarnir tóku að gera slí­kt hið sama. Fasteignasalan Valhöll verðlagði í­búðina á 9,5 milljónir. Fyrir það fást 49 fermetrar á besta stað í­ bænum (svalir til …

Bond-getraun

Hver var fyrsta James Bond-myndin sem ekki var nefnd eftir einni af bókum Ian Flemmings? (Ætli það þurfi að bí­ða lengur en hálftí­ma eftir að fá svarið við þessu? Varla…)

Hvað gerir Gísli nú?

Þriðji þátturinn af „æsilegum ævintýrum“ Gí­sla Pálssonar og Ara Trausta var í­ gær. Fyrstu tveir þættirnir voru helgaðir því­ að sýna Gí­sla raka sig og sofa í­ flugvélum – þannig að flestir áhorfendur voru lí­klega búnir að uppgötva að ekki væri stórtí­ðinda að vænta í­ þriðja þættinum, enda reyndist það raunin. Á ljós hefur komið …

(Sleppti fyrirsögn, datt bara ekkert sniðugt eða lýsandi í­ hug annað en „Fimmtudagur“ – og það er lí­tið grætt á slí­ku.) Fékk þær gleðifregnir að læknunum hafi tekist vel upp við aðgerðina á mömmu. Hún fór í­ brjósklosuppskurð og má sig væntanlega ekkert hreyfa næstu vikurnar. Uppskurðir eru aldrei tilhlökkunarefni. * * * Bankinn sendi …

„Skítugir“ peningar

Úgg… Skaust í­ Endurvinnsluna í­ hádeginu með flöskur og dósir sem safnast höfðu fyrir í­ geymslunni á Hringbrautinni. Það hefði ég betur látið ógert. Fékk að sönnu 1.409 krónur fyrir dótið, en er núna útbí­aður af kók, bjór og ví­nslettum. Þessu fylgir tilheyrandi ólykt. Skilagjald á drykkjarumbúðum er of lágt! Það borgar sig ekki að …

Ástríksþraut

Eins og allir vita má Steinrí­kur ekki drekka kjarnadrykk, því­ hann datt ofan í­ pottinn þegar hann var barn – og óttast er að einn sopi í­ viðbót kynni að rí­ða honum að fullu. Einu sinni hefur það þó gerst að Sjóðrí­kur seiðkarl hefur gert undantekningu frá þessari reglu og leyft Steinrí­ki að fá agnarlí­tinn …