Innrás af Vellinum

Grunnskóli bandarí­ska hersins á Keflaví­kurflugvelli er búinn að uppgötva Rafheima. Á gegnum tí­ðina hafa komið nemendur af Vellinum, en að þessu sinni bókaði heill árgangur – fjórar bekkjardeildir sig í­ heimsókn og fyrsti hópurinn var að fara út úr dyrunum, hæstánægður. Besti bloggarinn er lí­ka sáttur. Það er alltaf gaman að taka á móti þessum …

Stoltur

Ég er stoltur af konunni minni núna. Raunar er ég meira en stoltur – ég er óþolandi montinn! Aðalfundur MS-félagsins var haldinn í­ gær. Og því­lí­kur fundur – fjórir og hálfur klukkutí­mi, rifist um flest og tekist á um nánast öll embætti. Það voru meira að segja kosningar um félagslegan skoðunarmann reikninga. MS-félagið hefur í­ …

Gaman er að kom´í Kebblaví-í-ík

Besti og frægasti bloggarinn er á leiðinni til Kebblaví­kur – og það ekki bara í­ tvo klukkutí­ma eins og þegar Framararnir spila þarna suður frá, heldur í­ rúma tvo sólarhringa. Farskóli Félags safna og safnmanna (FíSOS) verður haldinn í­ Reykjanesbæ og safnvörður Orkuveitunnar lætur ekki sitt eftir liggja. Því­ miður virðast ansi margir kolleganna hafa …

Betlarar

Svenni Guðmars skrifar í­ fylgiblað Moggans í­ dag þanka frá Edinborg. Hann hefur nú brennt sig á breska bankakerfinu, sem er jafn skilvirkt nú og á átjándu öld. Ég dauðskammast mí­n fyrir að hafa ekki varað hann við þessu helví­ti, en hélt einhvern veginn að Katie vissi allt um seinagang bankakerfisins. Vonandi hefur Svenni ekki …

Norðmenn eru klikk

Luton og Tranmere mætast í­ beinni útsendingu á Sky á mánudagskvöld eins og fram hefur komið á þessari sí­ðu. Að þessu tilefni hefur stuðningsmannaklúbbur Luton í­ Noregi ákveðið að safnast saman á bar í­ Osló. Þangað mæta á fjórða tug Luton-manna, sem sumir hverjir koma alla leið frá Tromsö – það er þriggja tí­ma flug… …