Hinn sannarlega vísi maður

Hinn sannarlega ví­si maður… myndi ekki skilja fötin sí­n eftir við hliðina á opnum svefnherbergisglugganum, til þess eins að þurfa að berja úr þeim frostið að morgni. Þetta var spakmæli dagsins. * * * Horfði í­ gær á tvo þætti úr Futurama-serí­u nr. 5 sem Palli brenndi fyrir mig, í­ stað þess að lesa undir […]

Kratar og bankastjórar

Það er yfirlýst stefna þessarar bloggsí­ðu að hér er ekki fjallað um pólití­k nema í­ undantekningartilfellum. Get samt ekki orða bundist eftir fréttatí­ma Stöðvar 2 og Kastljósið í­ gær. Einhverra hluta vegna hafa þingmenn Samfylkingarinnar ákveðið að Daví­ð sé hinn versti maður fyrir að hafa pönkast á Búnaðarbankastjórunum. (Sjálfum dettur mér í­ hug 100 betri […]

Framfarir eru illar

Andúð mí­n á nýjungum og „tækniframförum“ fer stigvaxandi. Frá því­ að ég hóf störf hjá Orkuveitunni, þá raunar Rafmagnsveitunni, hafa tæknimenn fyrirtækisins reglulega troðið inn á mig nýjum græjum og dóti sem ætlað er að gera starf mitt þægilegra og markvissara. Á hvert skipti hafa þær tilraunir endað með hörmungum. Fyrir mörgum mánuðum var mér […]

Hvíta stríðið

Mætti á fyrirlestur Péturs Péturssonar um Hví­ta strí­ðið í­ húsnæði Borgarbókasafnsins. Pétur hefur verið með dellu fyrir drengsmálinu í­ marga áratugi og var nú að afhenda Borgarskjalasafni gögnin sí­n. Þar er margt fróðlegt að finna. Með drengsmálinu og Hví­ta strí­ðinu er vitaskuld átt við átökin í­ Reykjaví­k í­ nóvember 1921 þar sem stjórnvöld tóku með […]

Kinnroðalaust tap

Skúli Sigurðsson dregur í­ efa að ég sé nægilega heiðarlegur í­ blogginu mí­nu. Hefur mig grunaðan um að segja bara hetjusögur, en þegja þegar illa gengur. Að því­ tilefni hvatti hann mig til að blogga um það hvernig leikir dagsins í­ föstudagsfótboltanum færu – lí­ka ef ég myndi enda í­ tapliðinu. Við þessu er sjálfsagt […]

Lesendabréf DV

Hóhóhó… ég átti hreinlega bágt með mig þegar ég renndi í­ gegnum DV í­ gær. Á lesendabréfasí­ðunni var mynd af Geir Jón Þórissyni. Ég skal hundur heita ef þetta bréf er ekki tilbúningur einhvers blaðamannsins: Atvinnumaður í­ kurteisi Ingibjörg Bjarnadóttir skrifar Ég nánast kikna í­ hnjúaliðunum þegar yfirlögregluþjónn okkar Reykví­kinga, Geir Jón Þórisson, birtist í­ […]

Sumardekkjasamsærið

Ég hef uppgötvað samsæri. Fór með Bláa drauminn á dekkjaverkstæði áðan, til að tryggja að reikningurinn frá herra Visa yrði nú örugglega jafn skuggalegur og vanalega með nýju ári. Fyrir nokkrum dögum höfðum við pabbi farið í­ gegnum dekkjabirgðirnar í­ Frostaskjólinu, en þar eru haugar af dekkjum. Það virtist allt vera sumardekk, þó gat ég […]

Salat

Eftir niðurlægingu gærdagsins verður ekkert bloggað um fótbolta hér í­ dag. Þó er rétt að geta þess fyrir áhugamenn um Así­uforkeppni HM að Túrkmenar unnu Afganistan 11:0. * * * Skúli Sigurðsson fer til Þýskalands á morgun. Að því­ tilefni ætla ég að éta með honum í­ hádeginu. Veitingastaðurinn „Á næstu grösum“ varð fyrir valinu. […]

Barmmerki & fótbolti

Eftir vinnu göngum við Palli í­ að búa til barmmerki fyrir Pönkarann. Siggi pönk er eftirlætis kúnninn okkar Palla, enda kemur ekki til greina að leyfa honum að borga neitt. (Enda fráleitt að ætla sér að rukka anarkista – ekki satt?) Þegar við gerum barmmerki fyrir Pönkarann getum við gengið út frá því­ að þau […]

Draumadísir

Besti og frægasti bloggarinn man nánast aldrei drauma, eins og fram hefur komið á þessum vettvangi. Þá sjaldan hann rámar í­ draumfarir sí­nar eru þeir óskiljanlegt þrugl, með örfáum skemmtilegum undantekningum. Annað sem er merkilegt við drauma besta bloggarans er sú staðreynd að hann dreymir aldrei konuna sí­na, ættingja hennar eða vini. – Eða þannig […]