Ég hef uppgötvað samsæri.
Fór með Bláa drauminn á dekkjaverkstæði áðan, til að tryggja að reikningurinn frá herra Visa yrði nú örugglega jafn skuggalegur og vanalega með nýju ári. Fyrir nokkrum dögum höfðum við pabbi farið í gegnum dekkjabirgðirnar í Frostaskjólinu, en þar eru haugar af dekkjum. Það virtist allt vera sumardekk, þó gat ég kippt frá nokkrum sem litu vænlega út. íður hafði ég sæðnt mig í gegnum dekkjahrúgur á Mánagötunni – tómar sumarblöðrur.
Á verkstæðinu hristu menn hausinn og kváðu upp þann úrskurð að dekkin mín væru sko alls engin vetrardekk, heldur sumardekk sem ættu skammt eftir. Ný dekk (eða öllu heldur sóluð) skyldi það vera.
Nú er ég með fullan bíl af dekkjum, sumardekkjum eins og ég get í mig látið. Á mínum huga er þetta ekkert minna en samsæri! Er einhver lógík í því að sumardekk hrúgist upp, en vetrardekk ekki? Nú hef ég átt og misst bíla, en hvers vegna helst mér ekkert á vetrardekkjum. Urg!
* * *
Daníel Freyr er fínn bloggari. Hvet alla til að lesa Danna, þótt hann kalli mig hjarðsál.
Jamm.