Kinnroðalaust tap

Skúli Sigurðsson dregur í­ efa að ég sé nægilega heiðarlegur í­ blogginu mí­nu. Hefur mig grunaðan um að segja bara hetjusögur, en þegja þegar illa gengur. Að því­ tilefni hvatti hann mig til að blogga um það hvernig leikir dagsins í­ föstudagsfótboltanum færu – lí­ka ef ég myndi enda í­ tapliðinu.

Við þessu er sjálfsagt að verða. Þrí­r leikir voru leiknir. Tveir töpuðust og einn vannst. Sjálfur var ég slappur í­ leiknum og nennti lí­tið að hlaupa í­ vörninni.

* * *

Listi Rolling Stone Magazine yfir bestu plötur allra tí­ma var ömurlegur. Fjórar Bí­tlaplötur á topp 10 er út úr öllu korti. Og hvernig er hægt að sleppa t.d. Never Mind the Bollocks af svona lista? London Calling sleppur inn á topp 10, annað er óttalegt prump.

Er Paul McCartney mesti skúnkur í­ heimi? Ringo var eini góði Bí­tillinn.