Hinn sannarlega vísi maður

Hinn sannarlega ví­si maður… myndi ekki skilja fötin sí­n eftir við hliðina á opnum svefnherbergisglugganum, til þess eins að þurfa að berja úr þeim frostið að morgni.

Þetta var spakmæli dagsins.

* * *

Horfði í­ gær á tvo þætti úr Futurama-serí­u nr. 5 sem Palli brenndi fyrir mig, í­ stað þess að lesa undir próf. Þetta eru sí­ðri þættir en t.d. 3. serí­an. Ekki bætti úr skák að eitthvað fokkaðist upp við afritunina. Fyrsti þátturinn var í­ fí­nu lagi, en strax um miðbik annars þáttar var hljóðið hætt að fylgja myndinni. Ætti þetta að kenna manni að virða höfundaréttarlög og bí­ða í­ 2-3 ár eftir að þættirnir verða gefnir út á löglegum DVD-diskum? Nah…

* * *

Réttó vann Skrekk. Hvernig er það – vinna ekki Réttó eða Hagaskóli ALLTAF? Og er það ekki fyrst og fremst vegna þess að siguratriðin í­ þessum keppnum innihalda alltaf 20-30 manna dansflokka sem engir aðrir skólar hafa nemendafjölda til að standa undir?

Man ekki hvort þessi Skrekks-keppni var byrjuð þegar ég var í­ Hagaskólanum. Á þá daga var spurningakeppnin að lognast út af, en ræðukeppnin var ennþá nokkuð sterk. Svo var fótboltamót grunnskóla og skákkeppni sem Hagaskóli og Æfingadeildin unnu alltaf, en um aðrar keppnir var ekki að ræða.

* * *

Así­ufótboltakeppni HM heldur áfram. Á Íslandi fylgjast menn bara með framgangi tveggja liða í­ keppninni – Afganistan og íraks. Á tilfelli Afganistan er það rökrétt, því­ talibanar bönnuðu vissulega fótbolta og þjóðin hafði ekki sent landslið til keppni í­ óratí­ma.

Hvað írak varðar, virðist eitthvað hafa skolast til í­ kollinum á fólki. Ég er alltaf að rekast á fréttir af því­ að „menn séu farnir að spila aftur fótbolta í­ írak“, frjálsir undan Saddam Hussein. Hr. Henson komst meira að segja í­ fréttirnar þegar hann gaf tvo umganga af fótboltatreyjum suður eftir og lýsti því­ svo hróðugur hversu gaman það væri að fá að koma að því­ að byggja upp fótboltann í­ strí­ðshrjáðu landi.

Vandamálið við þessar frásagnir er hins vegar það að írakar hafa alla tí­ð verið í­ hópi betri fótboltaliða í­ sí­num heimshluta. Sí­ðustu misserin hafa þeir oft farið nærri því­ að komast í­ úrslitakeppnir móta og stundum náð þeim árangri. Helsti tálminn í­ vegi þeirra hefur verið viðskiptabannið og sú staðreynd að stöku grannþjóðir hafa hikað við að spila af pólití­skum ástæðum. Það er því­ með hreinum ólí­kindum að lesa fréttir um að hr. Henson og bandarí­ska hernámsliðið séu að kynna fótbolta fyrir írökum.

En aftur að afrí­ska boltanum. Túrkemanr unnu Afgani auðveldlega. 11:0 heima og 2:0 í­ Kabúl. Á sunnudag sigraði lið Taiwan svo Macao 3:0 á heimavelli. Sí­ðar í­ dag mætast Bangladesh og Tajikistan. Spennandi verður að sjá hvernig þeim leik lyktar.

Ójá.