Neinei… engar áhyggjur – ég ætla ekki að fara að blogga um veðrið (þótt vissulega sé skítaveður úti). Ég ætla að blogga um Storm, skáldsögu Einars Kárasonar. Einar hefur alltaf verið í miklu uppáhaldi hjá mér. Hef lesið allar skáldsögurnar hans nema þá fyrstu. Skilst að fátt annað sé gott við hana en titillinn. Hitt …
Monthly Archives: desember 2003
Tréhesturinn
Jæja, þá heldur kristna fólkið upp á jólin – sem þau stálu frá okkur heiðingjunum. Við látum ekki á neinu bera og tökum þátt í hátíðarhöldunum, þótt við vitum sem er að vegna vondrar rímfræði séu jólin aðeins of seint á ferðinni. Á hinum eiginlegu jólum héldum við ásatrúarfólk í Nauthólsvíkina og brenndum tréhest. Reyndar …
Er ég fordómafullur?
Meðal þeirra sem rötuðu á lista tíu efstu í valinu á íþróttamanni ársins er einn dansari. Það finnst mér skrítið. – Ekki vegna þess að ég dragi í efa að viðkomandi dansari sé flinkur á ballskónum, heldur vegna þess að mér finnst dans varla flokkast undir að vera íþrótt. Fordómar? Kannski. Skák og bridds falla …
Sagan af manninum sem hélt að hann hefði týnt lyklunum sínum…
Kom að austan um ellefuleytið í gær. Útförin fór vel fram. Merkilegt hvað svona atburðir þjappa fjölskyldum saman og fólk kynnist hvert öðru betur og á nýjan hátt. Norðfjörður er nú ekki hlýlegasti staður á jarðríki í brunagaddi og skafrenningi. íbúarnir gera þó sitt besta og ganga berserksgang í að hengja upp jólaljós. Sumt af …
Continue reading „Sagan af manninum sem hélt að hann hefði týnt lyklunum sínum…“
Falleg útför
Kominn úr kirkjunni. Falleg athöfn. Munur að fá almennileg herstöðvaandstæðingalög í staðinn fyrir alla sálmana. Fylgd er samt ekki lag fyrir hetjutenóra, mun betra að heyra það sungið af einlægum en ekki sérstaklega raddsterkum söngvara eða kór. Hef mætt nokkrum sinnum í útfarir í Fossvoginum, en finnst eins og það hafi alltaf verið í kapellunni. …
Jólagjafakörfur
Á dag fá starfsmenn Orkuveitunnar jólaglaðninginn sinn. Þetta verður væntanlega ósköp svipað því sem verið hefur síðustu árin og eins og gerist og gengur í flestum fyrirtækjum. (Karfa með osti, sultukrukku og súkkulaði…) Reyndar hefur fylgt þessu kjötmeti tvö síðustu ár, en ég á ekkert frekar von á slíku að þessu sinni. Jújú, það er …
Spurt um götuheiti
Þriðjudagsþraut – að þessu sinni tengd götuheitum: Aragata og Oddagata eru samsíða götur í grennd við Háskólann. Aragata er að sjálfsögðu kennd við Ara fróða, en hvernig stendur á Oddagötunafninu? Svör óskast í athugasemdakerfið.
Crystal Palace
Crystal Palace er kúnstugt fótboltalið. Ég er pínkulítið skotinn í þeim og það skot hefur heldur verið að ágerast. Aston Villa er að sumu leyti í sama flokki hjá mér. Ég tékka á úrslitunum hjá Villa og gleðst frekar en hitt ef liðið vinnur. Svona daður breytir þó vitaskuld engu um að stóra ástin mín …
Á austurleið
Jæja, þá er ég einn í kotinu. Steinunn flaug austur í gær og ég fylgi í kjölfarið á fimmtudaginn. Komum aftur á sunnudagskvöld, eftir jarðarför. Næstu dagar munu einkennast af stressi og þeytingi. Ekki kjöraðstæður til að sinna verkefnum sem reyna á hugarstarfsemina. Vonast þó til að heyra í Andrési Indriðasyni í dag eða á …
Fín Vera
Vera kom með póstinum í gær. Alltaf gaman að lesa hana. Saknaði samt dálksins þar sem hæðst er að karlrembulegum auglýsingum. Þeir sem lúslesa blaðið gætu rekist á vísun í Steinunni. Hún er þó ekki nafngreind sérstaklega. Plús í kladdann fyrir þann sem finnur hvar þetta er í blaðinu eða getur giskað…