Bruninn mikli

Á gær spáði Páll því­ að Kaninkan og allt það sem á henni er, væri tapað að eilí­fu eftir að einhver harður diskur hrundi á Flórí­da. Hann var á svipinn eins og hægt er að í­mynda sér að írni Magnússon hafi verið um það leyti sem handritin brunnu.

Komið hefur í­ ljós að skaðinn reyndist ekki alveg jafn mikill og í­ fyrstu var talið. Nokkrir dagar af bloggi og tölvupósti hafa glatast. En þar á meðal eru vitaskuld færslur sem aldrei munu slí­kar finnast meðan heimurinn er uppi.

Ójá.

* * *

Milli þess sem Páll grét Kaninkuna, reyndi hann að hjálpa mér við að greiða úr loftnesmálum Mánagötunnar. Sjónvarpsloftnetið er sem sagt dottið út og í­ ljós kemur að snúrurnar, fjöltengin og millistykkin sem fylgja þessum loftnetsfrumskógi eru út úr öllu korti. Best væri að henda þessu drasli í­ heild sinni og byrja upp á nýtt. „Gleymið að þið áttuð loftnet…“

* * *

Blogg mitt um Akureyri og Akureyrarferð okkar Páls er að eilí­fu glatað. Þar kom m.a. fram að mollið við Gleránna væri kostulegt og að Andrea og Hallur væru snillingar.

Svo hef ég eflaust bloggað eitthvað um fótbolta, lí­klega montað mig af Luton sem er á góðri siglingu.

Ójá.