Á austurleið

Jæja, þá er ég einn í­ kotinu. Steinunn flaug austur í­ gær og ég fylgi í­ kjölfarið á fimmtudaginn. Komum aftur á sunnudagskvöld, eftir jarðarför.

Næstu dagar munu einkennast af stressi og þeytingi. Ekki kjöraðstæður til að sinna verkefnum sem reyna á hugarstarfsemina. Vonast þó til að heyra í­ Andrési Indriðasyni í­ dag eða á morgun. Á dag rennur nefnilega út skráningarfrestur í­ GB. Þegar fjöldi keppnisliða liggur fyrir, verður einnig ljóst hversu margar viðureignirnar verða nákvæmlega og hvaða reglur gilda um hvaða stigaháu taplið eiga kost á að komast áfram í­ keppninni.

* * *

Luton vann Blackpool á útivelli um helgina. Erum í­ sjötta sæti sem stendur og þar með í­ umspilssæti. Næsta laugardag tökum við á móti Barnsley-liði Guðjóns Þórðarsonar. Sigur þar myndi gera mótið spennandi svo ekki sé meira sagt.