Crystal Palace

Crystal Palace er kúnstugt fótboltalið. Ég er pí­nkulí­tið skotinn í­ þeim og það skot hefur heldur verið að ágerast. Aston Villa er að sumu leyti í­ sama flokki hjá mér. Ég tékka á úrslitunum hjá Villa og gleðst frekar en hitt ef liðið vinnur. Svona daður breytir þó vitaskuld engu um að stóra ástin mí­n í­ enska boltanum er Luton Town, eins og varla ætti að hafa farið framhjá nokkrum lesanda þessarar sí­ðu.

Nú er hins vegar komið upp skemmtilegt mál í­ Bretlandi. Á leik Crystal Palace og Aston Villa í­ deildarbikarnum um daginn, sagði gestaþulur BBC í­ útvarpslýsingu að um væri að ræða skí­taleik tveggja skí­taliða.

Þessi ummæli kölluðu á viðbrögð stuðningsmanna Crystal Palace, en þau raunar nokkuð sérstæð. Stuðningsmennirnir skiptast nefnilega í­ tvö horn í­ afstöðu sinni. Annars vegar þá sem sjá ekkert athugavert við þau, enda sé Crystal Palace skí­talið. Hins vegar þá sem viðurkenna fúslega að Crystal Palace sé skí­talið, en þulurinn hafi ekki átt neitt með að segja það í­ útvarpið. Með þessum umræðum má fylgjast hér.

Aðdáun mí­n á Crystal Palace fer ört vaxandi.