Falleg útför

Kominn úr kirkjunni. Falleg athöfn. Munur að fá almennileg herstöðvaandstæðingalög í­ staðinn fyrir alla sálmana. Fylgd er samt ekki lag fyrir hetjutenóra, mun betra að heyra það sungið af einlægum en ekki sérstaklega raddsterkum söngvara eða kór.

Hef mætt nokkrum sinnum í­ útfarir í­ Fossvoginum, en finnst eins og það hafi alltaf verið í­ kapellunni. Minnist þess ekki að hafa komið í­ kirkjuna fyrr.