Á dag fá starfsmenn Orkuveitunnar jólaglaðninginn sinn. Þetta verður væntanlega ósköp svipað því sem verið hefur síðustu árin og eins og gerist og gengur í flestum fyrirtækjum. (Karfa með osti, sultukrukku og súkkulaði…) Reyndar hefur fylgt þessu kjötmeti tvö síðustu ár, en ég á ekkert frekar von á slíku að þessu sinni.
Jújú, það er fínt að fá svona körfur. Alltaf hægt að gúffa í sig einum osti eða nokkrum konfektmolum, en ekki liggur maður nú andvaka yfir þessum tíðindum. – Það virðist hins vegar gilda um suma vinnufélaga mína. Alveg er það merkilegt hvað margt fullorðið fólk getur orðið æst út af svona löguðu. Sumir hafa talið niður dagana og ef gjöfin stendur ekki undir væntingum, þá geta menn tuðað yfir því í matartímunum og kaffipásunum langt inn á nýja árið.
Skrítið!
* * *
Eftir hádegi mæti ég í útför. Flýg svo austur í fyrramálið til að vera viðstaddur aðra slíka á laugardaginn. Á dag er verið að jarða ístríði Karlsdóttur, sem starfaði ásamt mömmu í friðarhreyfingunni um árabil. ístríður var yndisleg kona og sannkallaður töffari.
Fræg er sagan af því þegar herstöðvaandstæðingar ætluðu að dreifa flugritum á vellinum, til hermanna. Það var náttúrlega ekki heiglum hent að komast inn á vallarsvæðið, hvað þá fyrir síðhærða róttæklinga í ílafossúlpum. (Held að það hafi verið lög í gildi í landinu á þessum tíma að herstöðvaandstæðingar yrðu að vera úfnir til hársins og í lopapeysu og/eða ílafossúlpu þegar þeir ´nálguðust herstöðina.)
ístríður kunni nú ráð við þessu. Hún hafði það prinsip, þegar hún þurfti að fljúga um Keflavíkurflugvöll, að stoppa aldrei í hliðinu. Þess í stað ók hún framhjá vegabréfaeftirlitinu hjá hernum og lét þá keyra sig uppi. Þennan leik lék hún að þessu sinni. Brunaði í gegnum hliðið, þar varð uppi fótur og fit og allir hermennirnir stukku á eftir þessum stórhættulega kommúnista.
Fyrir vikið átti hópurinn með flugritin létt með að hlaupa í gegn og var löngu búinn að dreifa öllum blöðunum áður en öryggislögreglan mætti á staðinn. – Svekktastir hljóta þó hermennirnir sem náðu í ístríði að hafa orðið, þegar tryllti kommúnistinn reyndist lítil og pen, ömmuleg kona.
– Og svo var til fólk sem trúði því að þessi her myndi stoppa Rússneska björninn…