Sagan af manninum sem hélt að hann hefði týnt lyklunum sínum…

Kom að austan um ellefuleytið í­ gær. Útförin fór vel fram. Merkilegt hvað svona atburðir þjappa fjölskyldum saman og fólk kynnist hvert öðru betur og á nýjan hátt.

Norðfjörður er nú ekki hlýlegasti staður á jarðrí­ki í­ brunagaddi og skafrenningi. íbúarnir gera þó sitt besta og ganga berserksgang í­ að hengja upp jólaljós. Sumt af þessum jólaljósaserí­um er allt í­ lagi, annað er hrein smekkleysa. Ekki get ég til dæmis séð neitt vinalegt við alla upplýstu jólasveinanna og snjókarlana, sem allir minna mig á illu dúkkuna í­ Child´s Play. Það er samt ekki hægt annað en að hafa skilning á að fólk reyni sitt besta til að fá birtu í­ dimman fjörðinn. Ég reyni hins vegar ekki að verja jólaófögnuðinn hér í­ borginni.

* * *

Egilsbúð er eins og margir vita aðalsamkomustaðurinn á Neskaupstað. Þar hafa verið haldnir fundir og tónleikar, barinn er opinn öll kvöld og hægt að kaupa mat. Með ví­sun í­ einhver samkeppnislög, neyddist bærinn til að taka reksturinn úr höndum þeirra aðila sem nú hafa hann með höndum og bjóða út. Sagan segir að sá sem tekur við rekstrinum ætli einungis að halda staðnum opnum um helgar.

Fyrir vikið munu aðkomumenn á Norðfirði varla geta étið annað en pulsur og sóma-samlokur í­ bensí­nskálanum á virkum dögum. Til afþreyingar verður helst hægt að banka upp á hjá einhverjum bæjarbúa og fá að horfa á sjónvarpið. Það verður öldungis gott fyrir bæjarbraginn… – Svona gerist býsna oft þegar menn telja að allt verði fullkomið með því­ einu að semja við þann sem skilar inn hagstæðasta tilboði.

* * *

Á leiðinni upp á Egilsstaði, nánar tiltekið í­ miðjum Eskifirði uppgötvaði besti bloggarinn að hann væri ekki með bí­llykla í­ vasanum. Datt helst í­ hug að láta snúa við bí­lnum, en að lokum var ákveðið að veðja á að lykillinn hefði rambað í­ farangurstösku. Þegar heim var komið reyndist sú raunin.

Þegar besti bloggarinn drattaðist fram úr rúminu í­ morgun, hófst ný og æsileg leit að lyklunum að hinum bí­l fjölskyldunnar að Mánagötu. Eftir langa mæðu fundust þeir í­ vasa á buxum sem settar höfðu verið í­ þvott og hengdar til þerris mörgum dögum fyrr.

Þessi árátta að týna bí­llyklum minnir nokkuð á söguna af manninum sem hélt að hann hefði týnt lyklunum sí­num. Sá sem fyrstur áttar sig á því­ í­ hvaða kvikmynd er verið að ví­sa, fær hrós að launum!

Jamm.