Er ég fordómafullur?

Meðal þeirra sem rötuðu á lista tí­u efstu í­ valinu á í­þróttamanni ársins er einn dansari. Það finnst mér skrí­tið. – Ekki vegna þess að ég dragi í­ efa að viðkomandi dansari sé flinkur á ballskónum, heldur vegna þess að mér finnst dans varla flokkast undir að vera í­þrótt.

Fordómar? Kannski.

Skák og bridds falla að mí­nu viti ekki undir skilgreininguna „í­þróttir“ og um það virðist íþróttasambandið vera sammála mér. Ég er sömuleiðis sammála því­ að vaxtarækt eigi ekki að teljast til í­þrótta. Kraftraunir (draga vörubí­la, lyfta hveitisekkjum o.þ.h.) eru heldur ekki tækar í­ þann flokk, þótt þær eigi samt meira skylt við raunverulegar í­þróttir en sumt það annað sem fellur undir þann flokk.

Hestamennska finnst mér heldur ekki að eigi að flokkast undir í­þróttir. Þegar Sigurbjörn Bárðarson var valinn í­þróttamaður ársins botnaði ég ekkert í­ því­ hvers vegna gengið var framhjá hestinum hans.

Á sama hátt finnst mér hæpið að fella „tækjagreinar“ á borð við siglingar, kappakstur og jafnvel bobsleðabrun í­ sama flokk og frjálsar, sund og fótbolta. Ég veit að núna verður hrossalobbýið og allir Formúluaðdáendurnir æfir, en svona er það nú bara.

Snóker er að mí­nu viti heldur ekki í­þrótt. Sport sem hægt er að iðka á jólabuxunum gengur ekki upp í­ kollinum á mér.

Almenningsí­þróttir eru heldur ekki alvöru í­þróttir. Kvennahlaupið, skokk á Ægisí­ðunni og Ólafur Ragnar að gera hnélyftur í­ einhverjum tækjum á ví­ðavangi – það eflaust voða holt og gott, en ekki í­þróttir…

Jamm.

* * *

Þar til rétt í­ þessu hafði ég sloppið í­ gegnum desembermánuð án þess að heyra Jólahjól. Nú er sú sæla á enda.