Tréhesturinn

Jæja, þá heldur kristna fólkið upp á jólin – sem þau stálu frá okkur heiðingjunum. Við látum ekki á neinu bera og tökum þátt í­ hátí­ðarhöldunum, þótt við vitum sem er að vegna vondrar rí­mfræði séu jólin aðeins of seint á ferðinni.

Á hinum eiginlegu jólum héldum við ásatrúarfólk í­ Nauthólsví­kina og brenndum tréhest. Reyndar væri synd að segja að skí­ðlogað hafi í­ hrossinu (vel að merkja – hér nota ég hugtakið „synd“ í­ óeiginlegri merkingu, enda fellst ég ekki á það kristna þrælasiðferði). Hélt að tærnar myndu frjósa af mér, en betur fór en á horfðist.

* * *

Friðargangan í­ gær gekk mjög vel þrátt fyrir skí­taveður. Fullt af fólki, þótt löggan hafi flippað gjörsamlega út í­ sí­num ásgiskunum og skutu á alltof háa tölu.

Steinunn lenti í­ viðtali bæði á Rás 1 og í­ fréttum Sjónvarpsins. Stóð sig vel, sem vænta mátti.

* * *

Óli kom í­ heimsókn. Hann er í­ fí­nu formi og allur spengilegri en þegar hann fór fyrst út til Bretlands. Það er þá eitthvað annað en hjá mér. Ég bætti á mig tí­u kí­lóum á einu ári í­ Skotlandi. Spurning hvort belgí­ska konfektið sé heilsusamlegra en margir héldu eftir allt saman.

Jamm, gleðileg jól fólk.