Stormur

Neinei… engar áhyggjur – ég ætla ekki að fara að blogga um veðrið (þótt vissulega sé skí­taveður úti). Ég ætla að blogga um Storm, skáldsögu Einars Kárasonar.

Einar hefur alltaf verið í­ miklu uppáhaldi hjá mér. Hef lesið allar skáldsögurnar hans nema þá fyrstu. Skilst að fátt annað sé gott við hana en titillinn. Hitt hef ég allt eignast og lesið að heita má. Meira að segja smásagnasöfnin, Söng villiandarinnar og Þætti af einkennilegum mönnum. Djöflaeyjan er vitaskuld toppurinn. Hana las ég fyrst sem krakki og hló af bröndurunum. Sí­ðar las ég hana á alveg nýjan hátt. Gaman að þroskast upp í­ bækur með þessum hætti.

Stormurinn olli mér ekki vonbrigðum. Held að hún muni fara á spjöld sögunnar sem töffaralegasta „hefnd“ seinni tí­ma. Aðalpersónan er sem sagt letihaugur, leiðindagaur, skúnkur og kjaftaskúmur – sem lesandinn kemst þó ekki hjá því­ að hafa nokkra samúð með, a.m.k. framan af. Auðvitað er þarna Aggi sjálfur lifandi kominn – maðurinn sem minnti endilega að hann hefði sjálfur skrifað Djöflaeyjuna og að hvaða fí­fl sem er hefði getað komið sögunum frá kaffibollastiginu og á prent. 1-0 fyrir Einar.

* * *

Lenti á fundi í­ vinnunni kl. 9. Allir vansvefta. Svona fer þetta yfir hátí­ðarnar. Maður sefur eins og sví­n – leggur sig helst ekki fyrir minna en 12 tí­ma. Svo liggur maður andvaka alla nóttina áður en vinnuvikan hefst. Annars er nánast óskammfeilið að kalla tvo vinnudaga í­ röð „vinnuviku“.

* * *

Luton endaði árið vel. Sigur heima gegn Notts County og við erum í­ sjöunda sæti – einu sæti frá umspili – og bara stigi á eftir tveimur næstu liðum.

Bikarslagur á laugardaginn. Útileikur gegn Bradford sem er fyrstudeildarlið – raunar í­ fallsæti. Það væri nú ekki amalegt að komast áfram um eina umferð og fá stórlið upp úr hattinum. Þá gæti gjaldkerinn í­ það minnsta borgað leikmönnum launin áður en Visa-reikningarnir frá jólunum berast.