Ég hef ákveðið að gerast bifvélavirki. íttaði mig á því í morgun þegar við fórum með bílinn hennar Steinunnar í viðgerð, í hverju galdurinn felst. Það er nefnilega alltaf alternatorinn sem klikkar. Hér eftir – þegar vinir og kunningjar bera sig aumlega yfir bílavandræðum – þá mun ég biðja þá um að lýsa vandamálinu, kinka …
Monthly Archives: janúar 2004
Smack the Pony…
…er eitthvert besta sjónvarpsefnið sem í boði er um þessar mundir. Maður verður að vera þakklátur fyrir allt gamanefni í sjónvarpi sem EKKI fjallar um bandaríska kjarnafjölskyldu með feitri fyrirvinnu. Hvers vegna tekur enginn snjall innkaupastjóri einhverrar sjónvarpsstöðvarinnar sig til og kaupir þættina Chewin the Fat? Á þessari heimasíðu má líka finna skemmtilega leiki, s.s. …
Selt
Skrifaði undir með fyrirvara um að kaupandinn standist greiðslumat. Þegar ég fæ greitt, verður mitt fyrsta verk að setja Visa-kortið upp í hillu og reyna að lifa lífi þar sem mánaðarmót eru fyrsta hvers mánaðar – ekki átjánda. Hitti Bogga rafvirkja og bað hann um að taka út rafmagnsmálin á Mánagötunni. Næsta skref er líklega …
Sala
Peningamál og skriffinnska eru leiðinlegasta stúss í heimi. Við Steinunn höfum nú ákveðið að selja íbúðina á Hringbrautinni. Ekki á það sem upp var sett, en svo sem heldur ekki á minna en vonir stóðu til að fá í upphafi. Ef þetta rennur í gegn mun útborgunin þurrka upp yfirdráttinn sem varð að mestu til …
Erfitt
íi, ég er lurkum laminn eftir sprikl föstudagsins og ekkert útlit fyrir að strengirnir hverfi í bráð. Fótboltinn áðan var ekki að bæta neitt úr skák. Eins og þetta væri ekki nóg, var partýstand á Mánagötuhjónunum bæði föstudags og laugardagskvöld. Þorrablót ísatrúarmanna var frábært á föstudagskvöldið. Vona að ég hafi ekki lofað mér í of …
Blót og blaðamenn
Ekki mjög upplýsandi titill – en hann stuðlar. Það er þó alltaf kostur. Blaðamannafundur á Minjasafninu í hádeginu. Tilefnið er útkoma á blaði vegna 100 ára rafvæðingarafmælis. Veit ekki nákvæmlega hversu mikið eða lítið efni ég á í blaðinu – samskipti mín voru öll við auglýsingastofu út í bæ sem sér um verkið. Á þessu …
Pæling um prump
Hmmm… er besti og frægasti bloggarinn að leiða síðuna sína út í hreina lágkúru með umræðu um fret og búkhljóð? Nei, ekki alveg. En það er merkilegt með prump (sem er reyndar eitt fullkomnasta orð í íslenskri tungu – því orðið sjálft nær verknaðinum svo frábærlega) að þótt það eigi að heita fullkomlega líffræðilegt fyrirbæri, …
Vaskur og vakandi
Ég er búinn að vera aumingi síðustu tíu daga. Ég get viðurkennt það í þennan hóp. Þetta er ekkert til að vera stoltur af, en engu að síður staðreynd. Ég hef nálega engu komið í verk. ítt á undan mér verkefnum og reynt að bæla niður tilhugsunina um önnur. Það er helst að ég hafi …
Þriðja kvöldið gert upp
Jæja, þriðja keppniskvöldinu af fjórum lokið í fyrstu umferð GB. Sem fyrr rúllaði keppnin ágætlega, keppendur og áhorfendur báru sig a.m.k. vel. Hafnarfjarðarskólarnir – Iðnskólinn og Flensborg mættust í fyrstu keppninni. Hallgrímur Indriðason var vitaskuld mættur með myndavélina á lofti, enda fjallar bæjarblaðið í Firðinum að sjálfsögðu um svona grannaslag. Ef Hallgrímur les þetta, þá …
Heimskir miðaldra karlmenn
Bögg og leiðindi. Var að taka á móti skólahópi, eftir nokkurt hlé – því það komu engir krakkar í gær. Ég taldi kennslusalinn vera í fínu lagi, enda tekinn í gegn í lok vinnudags á föstudag. Nema hvað, um kvöldmatarleytið á föstudaginn kom hingað hópur frímúrara í móttöku og kynningu. Þeir fengu að fara í …