Heimskir miðaldra karlmenn

Bögg og leiðindi. Var að taka á móti skólahópi, eftir nokkurt hlé – því­ það komu engir krakkar í­ gær.

Ég taldi kennslusalinn vera í­ fí­nu lagi, enda tekinn í­ gegn í­ lok vinnudags á föstudag. Nema hvað, um kvöldmatarleytið á föstudaginn kom hingað hópur frí­múrara í­ móttöku og kynningu. Þeir fengu að fara í­ salinn.

Eins og venjulega reynast mestu skemmdirnar á tilraunabásunum í­ Rafheimum vera eftir þessar heimsóknir. Þegar miðaldra karlmenn fara að fikta – þá verða skemmdirnar.

Karlarnir snara sér í­ tilraunirnar – að sjálfsögðu án þess að lesa fyrirmælin á verkefnablöðunum vegna þess að þeir eru svo klárir. Því­ næst, þegar ekkert gengur upp hjá þeim hugsa þeir að það hljóti að vera vegna þess að það eigi að beita ofbeldi og þvinga hlutina í­ tilraunabásunum til hlýðni – og auðvitað hugsa þeir ekkert út í­ að tilraunirnar eru hannaðar með tí­u ára börn í­ huga og því­ varla lí­klegt að fullorðinn karl eigi að þurfa að beita öllu afli.

Þetta er ástæðan fyrir því­ að við verðum að hafa Rafheima lokaða almenningi – fullorðnu karlarnir sem rí­fa allt og slí­ta. Krakkagrí­sirnir eyðileggja nær aldrei neitt. 300 börn valda að jafnaði minna tjóni en 10 fullorðnir – ótrúlegt en satt!