Vaskur og vakandi

Ég er búinn að vera aumingi sí­ðustu tí­u daga. Ég get viðurkennt það í­ þennan hóp. Þetta er ekkert til að vera stoltur af, en engu að sí­ður staðreynd. Ég hef nálega engu komið í­ verk. ítt á undan mér verkefnum og reynt að bæla niður tilhugsunina um önnur. Það er helst að ég hafi staðið mig í­ að hanga á netinu og sitja og kinka kolli á fundum sem ég hafði ekkert erindi á.

Á gær komst ég hins vegar í­ framkvæmdastuð. Allt í­ einu gat ég ekki beðið eftir að hella mér út í­ verkefni sem setið hafa lengi á hakanum. Ég hafði samband við menn sem ég er búinn að drolla með alltof lengi og fór að þora að hugsa aftur um hluti sem mér hefði þótt yfirþyrmandi fyrir viku sí­ðan.

Ekki kann ég á þessu neinar sérstakar skýringar. Kannski er ég koma mér upp geðsveiflum með aldrinum, kannski er það bara lí­kaminn að uppgötva að daginn er tekið að lengja aftur. Veit það ekki – og er nokkurn veginn sama. Svo lengi sem ég kem einhverju í­ verk núna og næstu daga.

Eitt af því­ sem er hvað efst á blaði, er að rumpa af sýningu sem við Kolbeinn Proppé ætluðum að klára fyrir lifandis löngu. Núna hittumst við á mánudaginn eða þriðjudaginn kemur og munum fara langt með að klára hana á einum degi. Þar mun dólgamarxisminn ráða rí­kjum.

Nei, gamanlaust – við Proppé (sem var reyndar í­ heimsókn á Mánagötunni og lapti kaffi fram yfir klukkan eitt í­ nótt) ætlum að vinna sýninguna út frá sósí­alí­sku sjónarhorni. Ekkert helví­tis „hlutleysi“, enda er það yfirleitt bara annað orð yfir afstöðuleysi sem gerir ekkert annað en að styðja óbreytt ástand. Viðfangsefnið er pólití­skt í­ eðli sí­nu og um það verður fjallað á pólití­skan hátt. Það vantar miklu meiri pólití­k í­ sögusýningar á Íslandi. – Ójá.

* * *

Evrópumótið byrjar í­ kvöld í­ handboltanum. Það er nú ólí­kt skemmtilera að fylgjast með þessu móti en heimsmeistarakeppninni sem byrjar á kjánalegum 100:12 sigrum á Botswana og Tuvalu. Held ég bjóði mér í­ heimsókn til gömlu. Það er alltaf gaman að horfa á handbolta með pabba – þótt hann sé liðónýtur þegar kemur að fótboltaglápi.