Skrifaði undir með fyrirvara um að kaupandinn standist greiðslumat.
Þegar ég fæ greitt, verður mitt fyrsta verk að setja Visa-kortið upp í hillu og reyna að lifa lífi þar sem mánaðarmót eru fyrsta hvers mánaðar – ekki átjánda.
Hitti Bogga rafvirkja og bað hann um að taka út rafmagnsmálin á Mánagötunni. Næsta skref er líklega að hafa sambandi við eigendur kjallarans og spyrja hvað þau vilja gera. – Það væri ekki verra að fá lekaliða í rafmagnstöfluna. Ég er skíthræddur við rafmagnið í þessu húsi.
* * *
Er með bókaðan tíma eftir hádegi í hljóðveri fjögur í útvarpinu. Þar klippi ég saman hljóðdæmin fyrir síðustu útvarpskeppnirnar. Nú stendur yfir vinna við nýja sviðsmynd GB. Þeirri gömlu verður þó vonandi ekki fargað. Hún er að stofni til orðin fimmtán ára gömul eða þar um bil. Það er ótrúleg ending á sviðsmynd og kannski enn eitt merkið um hvað Sjónvarpið hefur haldið að sér höndum varðandi útgjöld vegna þessa vinsæla efnis.
Þór Steinarsson heldur upp á afmælið sitt á föstudag, eins og lesa mátti um í Fréttablaðinu í gær. Þangað mæta allir góðir menn.
* * *
Skyldi besti og frægasti bloggarinn hafa verið þunnur þegar þessi mynd var tekin?